Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

fimmtudagur, október 19, 2006

"Ógeðslega dugleg skiluru" ;O) 

Hellú, jæja mætt á svæðið hlaupadrottning ársins.. hehe.. ;o)

Verð þokkalega að monta mig af sjálfri mér þótt ég segi sjálf frá. Er búin að vera á hlaupaæfingunum í allt sumar og núna í haust að sjálfsögðu, getur sko enginn dregið mig úr þessu hlauperíi, ekki þótt mér yrðu boðnar margir milljarðar fyrir að hætta... hehe...
Ég var að hlaupa í fyrsta sinn í dag heila 11 km. Ég hef mest hlaupið 10 km og það var í maraþoninu í sumar þannig að þetta var stóráfangi fyrir mig að fara þessa 11 km og það gekk bara svei mér þá þvílíkt þokkalega (flott lýsingarorð; "þvílíkt þokkalega" hehe;o) "Ógeðslega dugleg skiluru" myndu sumir segja.
Eftir sumarið finn ég að á hlaupaæfingunum að ég er komin með miklu meira þol en ég var áður út af áreynsluastmanum sem maður er með og held svo miklu lengur út á hlaupum og þegar ég þarf að labba mig niður, labba ég mig niður í nokkrar sekúndur og svo hleyp ég strax af stað aftur, alveg brilliant áætlun og skotgengur:o) Ég er alveg rosalega ánægð með þetta allt saman.

Svo var skírnin hjá litla, sæta herranum mínum um daginn hjá Gullu sys og litlu familúnni. Brunuðum út á Selfoss litlu familíunnar. Það var skírt heima og það var eingöngu allra nánusta fjölskylda sem var við skírnina og það var svo rosalega kósý og presturinn alveg æðislegur og var léttur og skemmtilegur.
Allavega var litli prinsinn skírður Dagbjartur Máni, eftir honum afa sínum á himninum:) Sá yrði nú stoltur eiga svona nafna. Ég og Helga sys táruðumst þvílíkt og fengum gæsahúð þegar pápinn sagði nafnið.
Til hamingju sæta familía með nafnið á prinsinum:o)

Jæja þá í þetta sinn, er hérna í þvílíku stuði í vinnunni, ætli það sé ekki best að fara að vinna aðeins fyrir laununum... hehe...;o)

Bless í bili........ Moi sjálf.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?