.. svona er ég tóm í mér þessa dagana;-) Auðvitað er ég á enn einni næturvaktinni að pára nýtt bloggedíblogg. Það er liggur við eini tíminn minn sem ég hef til að skrifa eitthvað sniðugt, sko meðan það er rólegt, 7-9-13!! Aðeins að storka örlögunum með því að skrifa þetta hér, því það er dæmigert að eftir smástund verði allt brjálað að gera :þ
Annars er fátt markvert búið að vera að gerast undanfarið þannig séð. Búin að vinna eins og brjálæðingur og aðallega á næturvöktum. Úps, lét náttúrulega plata mig í 50% næturvaktir! Á mér eiginlega ekkert líf. Svo hefur efnafræðidraslið alveg búið að eiga mig með nánast öllu, ohh hvað ég þoli ekki efnafræði því það er staðreynd að efnafræðin (og reyndar svosem stærðfræðin líka) hata Sveinbjörgu Maríu með ráði og dáð, það verður að segjast eins og er :þ Æi, bara vona að þetta gangi upp á endanum ef ég ætla að reyna að koma mér í hjúkkuna á næsta ári.
Þetta var ömurleg æfingavika sem var að líða eins og undanfarnar rúmar 3 vikur. Einungis 13 km hlaup, skíðavélaæfing í Laugum og hjólað á sama stað og gert slatti af magaæfingum og armbeygjum og svoleiðis.Hef líka synt töluvert af og til. Ökklinn er bara ekki orðinn nógu góður sem mér gremst mjög mikið. Orðin svo óþolinmóð eins og ég veit ekki hvað. Þetta skeði 27. september og ég er ekki orðin góð. Á þetta ekki löngu orðið gott?? Finnst mjög vont að kreppa ökklann og snúa til hlíðar og lyfta upp. Fór í Heiðmörkina á þriðjudaginn og skokkaði slatta og fann ekkert fyrir neinu á meðan því stóð en eftir æfinguna fann ég til. Bara vona svo innilega að þetta fari að koma. Fór heimilislæknisins á fimmtudag og lét hann kíkja á þetta fyrst maður var hjá honum, hann taldi að ég hefði tognað frekar illa en bjóst við að þetta færi að lagast.Svo var ein vinkona sem ég hef ekki séð ótrúlega lengi að plata mig að koma í sjósund í síðustu viku. Ég komst reyndar ekki en stefni að því að standa við áskorunina bráðum:) Fríða Rún var reyndar ekki mjög hrifin af því út af astmanum. En ætla að prufa pínkulítið til að standa við áskorunina. Þarf víst bara að dýfa bara tásunum út ef ég vil það. En hún bannaði mér að fara að öskra... hehe... sé mig í anda eiginlega... brrr... ;-)
Svo var önnur Astmafjallgangan í gærmorgun og ég missti af henni út af vinnunni. Vá hvað ég var svekkt af að missa af henni. Allir sem mögulega gátu skipt voru annaðhvort í útlöndum eða að vinna þessa helgi, arg! Frétti að það hefði verið frekar erfiðar aðstæður. En mín á eftir að komast í næstu fjallgöngur þannig að það er bara jákvætt:)
Talandi um vinnuna hvað ég er fegin að vera í fríi næsta einn og hálfan sólarhringinn. Búin að eiga svo erfitt um helgina. Fékk einhverja þvílíka magakveisu að það hálfa væri nóg. Plús að vera þvílíkt óglatt og flökurt og lystarlaus. Verð voðalega fegin að komast heim í bólið í fyrramálið:)
Held að allt þetta ómerkilega uppdeit sé komið í bili:)
Knúsikrús, Moi sjálf
Það er barasta ansi lítið búið að gerast hjá mér síðustu dagana nema að vinna að ég veit varla hvað ég heiti eða þannig og auðvitað er ég í vinnunni þegar ég pára þetta, hehe... :þ
Æfði ekkert í viku út af ökklanum eftir Esjulabbið þar síðustu helgi. Búin að vera þvílíkt aum að það hálfa væri nóg. Var mjög bólgin fyrstu 2 dagana og haltraði mikið en það jafnaði sig síðan að mestu en vesenið er þegar ég sný ökklanum til hliðar eða upp þá er stingandi verkur eða óþægindi. Búin að vera með þvílíkt samviskubit yfir þessu æfingaleysi að það hálfa væri nóg.
Fór í nudd til Valdísar fyrir viku síðan og ég hélt ég myndi deyja,
þetta var svo hrikalega vont. Þegar hún tók á leggjunum, gretti ég mig víst og hélt niður í mér andanum. Hún sagði við mig að ég mætti alveg gretta mig eins og ég vildi en yrði eiginlega að anda fyrir sig.. hehe.. þrjóskuormurinn ég;o) Svo tók hún á ökklanum og í fyrsta sinn æpti ég smá til að láta vita af mér. Hún hitti akkúrat á vonda punktinn en sagðist þurfa að taka hart á honum upp á blóðflæðið, úff verý, verý bad sko...
Byrjaði reyndar svo aðeins í þessari viku að reyna að koma mér í æfinga gang en með misjöfnum árangri svo sem. Búin að fara í smá sund. Svo á þriðjudag rölti ég eða skokkaði MJÖG hægt um 5.0 km á sirka 50 mín í Kópó. Sko, var að leita að fyrirbæri sem kallast Kópavogströppur sem undirrituð neyðist til að segja að hún hafi ekki fundið að það er eiginlega ekki fyndið. Var eiginlega hálfhræðilegt. Þannig að ég biðla til Kópavogsbúa og spyr: Hvar eru þessar blessuðu Kópavogströppur??? Veit að þær eru hjá einhverri kirkju en sjónlausa ég sá ekkert í myrkrinu, en neyðarlegt! Ætlaði að hitta á eina sem er í astmahópnum en komst ekki á æfingu sem var í kvöld en ætlaði að fara þessar "blessuðu" Kópavogströppur en aldrei hitti ég á hana:o/ Það er alveg greinilegt að ég er ekki úr Reykjavik $:-þ
Svo var samæfing hjá fjallaastmahópnum hjá Fríðu Rún í dag. Verður alltaf einu sinni í mánuði þolæfing með Fríðu Rún og síðan náttúrulega fjallganga líka. Þetta var bara rosalega gaman þrátt fyrir að það væru brekkuhlaup á dagskrá. Vorum inni í Laugardal. Það var hlaupið upp brekkuna sem maður fer upp frá Skautasvellinu og þar og upp á Laugarásveg og labbað niður tilbaka. Það er brekka sem ég hef aldrei verið mjög sátt út í því mér hefur gengið ógeðslega illa að komast upp hana nema að labba hana hálfa upp, aldrei getað skokkað alla leið eeenn... það tókst í dag, jibbísjibbí!! Komst alla leið upp án þess að stoppa og gerði það 4 sinnum. Ótrúlega glöð. Tók reyndar sinn toll í lokin þegar ég var farin að haltra aðeins. Þá var hnéskelin farin að stríða mér aðeins, alveg eins og hún sé laus á fætinum, óþægileg tilfinning og svo var ég farin að finna meiri óþægindi í ökklanum en venjulega. Þegar við vorum að rölta tilbaka út í Laugar missteig ég mig aðeins þannig að það var ekki betra fyrir ökklaskömmina og enda með því að vera slæm núna í kvöld og nótt, ARG!! Alveg ógeðslega pirrandi. Fríða Rún var sammála mér að ég ætti ekki að fara í sprettæfingar á mánudaginn eins og ég ætlaði mér. Ætlaði að koma galvösk loksins á Laugaskokksæfingu en óttast að það frestist aðeins, sorry:o/ Fer að koma... Ætla að prófa að synda meira og jafnvel hjóla aðeins í ræktinni. En var annars mjög ánægð með æfinguna í dag:)
Missi líklegast af næstu fjallgöngu sem er þann 18. október. Er að vinna þá:o( Farið verður á Móskarðshnjúk eða hvað þetta heitir. Verð á næturvaktahelgin og ekki hægt að skipta, snöökt:/
Úff á maður nokkuð að vera að minnast á þetta kreppudæmi. Æi, held ekki. Maður er orðinn hálfþunglyndur að hlusta og horfa á fréttirnar, ó god segi ég nú bara. Vona að þetta lagist someday.. hmm..
Best að fara að hætta þessu bulli í bili. Er komin með svo mikinn svefngalsa að það hálfa væri nóg. Það þýðir bara eitt og þýðir að ég þurfi að fara að gera eitthvað af viti.
Knús í krús og rosalega góða helgi, Moi sjálf