Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

miðvikudagur, maí 23, 2007

It was ten km túdey 

Ja, þetta gekk svona og svona í dag. Það var Fossvogurinn sem var farinn að venju á miðvikudegi. Ætlaði mér að fara 13 km í dag en það varð bara ekki úr eins og ég ætlaði mér:o( Fór semsagt 10 km og fór upp með Borgarspítalanum og lét það duga. Mér leið eitthvað svo ógeðslega illa og það tengdist bara fótunum ekkert í þetta skipti sem ég er mjög ánægð með og leið nokkuð vel þar allan tímann en var svo rosalega illt í maganum að það var ekkert eðlilegt, úff, þetta var hræðilegt. Fékk með því svona slæma hungurtilfinningu og fékk þvílíka ógleði að ég var nálægt því að gubba nokkrum sinnum en þetta hafðist bara með því að bíta á jaxlinn og það var sko með stóru J-oði. Maður kann greinilega að harka af sér þegar að það þarf og veit núna að ég get klárað allt (eða flest allavega;o) sem ég tek mér fyrir hendur en í þessu tilfelli mæli ég nú samt ekki með því þegar manni líður mjög illa en ef maður staddur í svona aðstæðum allt í einu bítur maður sko FAST á jaxlinn. En held að þetta hafi gengið svona þokkalega yfir heildina, verð nú að viðurkenna að ég labbaði á nokkrum stöðum þar sem mér leið mest illa og þá gekk það:o)
Það var ágætt veður á leiðinni, sól og dálítil gola sem lokkuðu mig úr peysunni og einmitt eftir að ég geri það, þá byrjar að koma smá snjór/haglél, arg, dæmigert að lenda í einhverju svona. Þegar snjódæmi var í gangi mætti ég einum hlaupara sem sagði við mig: "Já, það er veðurblíðan" Þokkalega kaldhæðnislegt sem kom á réttum tíma;O)

Svo ætla ég að fara 18 km á morgun og býst barasta við að fara klukkutíma fyrr af stað, mjög þægilegt og ekkert stress og hitti ábyggilega á hópinn minn einhversstaðar í Elliðarárdalnum:o)

C jú leiter, Moi sjálf
Athugasemd(ir): Skrifa ummæli
0 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?