Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

mánudagur, júní 11, 2007

Sökkaði sko feitt í brekkusprettum í dag... úfff... 

Já, það voru sko teknir brekkusprettir í dag og það var sko tekið á því í þessum yndislegu 600 m sprettum. Fengum þetta geðveika veður, jibbí jei, mikið mikið var:o) Fór pínu fyrr úr vinnunni og mér leið barasta eins og belju sem væri hleypt út á vorin þegar ég fór út, það var svo hryllilegt að hanga inni í loftlausu rými inni á blessaða sjúkrahúsinu í 8 klst, ó mæ lord segi ég nú bara.

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna var ég barasta samt ekkert ánægð með sjálfa mig í dag á æfingunni, sökkaði bara feitt held ég. Ég byrjaði á því að sprengja mig strax, held reyndar að það hafi hjálpað til að ég þambaði talsvert vatn þegar ég tók inn magnesíumið fyrir æfinguna og var svolítið bumbult til að byrja með, ekki nógu gott. Held líka að ég þurfi að byrja eins og brjálæðingur til að standa mig vel, en það er kannski ekki svarið. Æji, þetta er bara í hausnum á mér, eitthvað svona frammistöðudæmi. Var bara heví fúl út í sjálfa mig ~SMÁÚTRÁS~ Allavega, fór bara 3 eða 4 hringi og svo tókum við rúnt inni í Grasagarðinum við andatjörnina og enduðum á einum hrikalegum brekkusprett á grasi og það er sko herrar mínir og frúr, ekkert grín að mínu mati enda sagði foringinn að þetta væri ekkert grín.. hehe.. Það voru geðveikar misfellur í grasinu og svoleiðis og svei mér þá að ég hafi misstigið mig pínu sem er ekki sniðugt. Fann svolítið til eftir æfinguna í ökklanum og niður í hæl en held að þetta sé ok í bili ~7-9-13~ Veitir sko ekkert af því að hafa fæturna í góðu standi fyrir stóru stundina í ágúst. Ég var samt ánægð með að ég hljóp allan tímann á æfingunni fyrir utan rólegu kaflana í sprettunum og eitthvað smotterí en ég var ánægð með mig að þessu leyti. Er samt enn að spá með þetta að "sprengja" sig dæmi, þarf að læra betur á þetta, smá skipulagning. Það verður að viðurkennast að mér líður miklu betur (og skemmti mér jafnvel ágætlega:o) í löngu og hægu hlaupunum frekar en sprettunum en auðvitað tekur maður nokkra spretti þó þeir séu ekkert yndislega geðveikislega skemmtilegir;o)

Er annars að hugsa um að kíkja í ræktina eftir vinnu á morgun frekar en að fara í Heiðmörk að hlaupa. Er að pæla í að kíkja í róðrarvélina, sjá hvort hún geri eitthvað gagn fyrir my not yndislegu læri og jafnvel handleggi og taka slatta af magaæfingum. Þessir "yndislegu" líkamspartar eru alveg að gera mig gráhærða, ja, vona reyndar að það sé ekki svo slæmt en þeir eru alveg að pirra mig í botn þessa dagana. Þarf að hætta þessu bulli og fara hugsa um 1/2 maraþonið mitt í ágúst:o)

Jæja, kveð að sinni, Moi sjálf


P.s. Er þetta geðveikt hallærisleg undirskrift: Moi sjálf? Fann upp á þessu á einkennilega nafni fyrir nokkrum árum og festi það po mæ self. Spurning að breyta í Mæ self... hehe...
Athugasemd(ir): Skrifa ummæli
0 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?