Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

mánudagur, júlí 09, 2007

Færsla númer 150 og brekkusprettir 

Jahérna, þetta er í 150. skiptið sem ég skrifa blogg, hélt nú að ég væri ekki svo dugleg but anyways;o)

Mat (hlaupa) seðillinn bauð mér upp á brekkuspretti í dag. Fór út fyrir hádegið og ákvað að nýta tækifærið einu sinni og vera í pínu fríi seinnipartinn, foringinn er nefnilega í fríi í þessari viku og svoleiðis. Síðan voru veðurskilyrði mjög hagstæð; skýjað, logn og hvorki of heitt né kalt. Var bara á stuttermabol. Mjög great bara:o)

Veit nú ekki hversu dugleg ég var að þessu sinni en út fór ég og tók þessa blessuðu brekkuspretti, by the way, af manneskjunni sem þolir ekki spretti, hvað þá BREKKUspretti;o) Byrjaði á að taka 1.5 km upphitun og tók síðan 5 spretti og aftur 1.5 km í niðurhlaup eða hvað sem það kallast á okkar ylhýra..
Var talsvert illt í leggjunum til að byrja með en jafnaði sig síðan aðeins, svo var hællinn og ilin eitthvað að stríða mér, hvaða vesen er alltaf á manni? Sprettirnir gengu bara ágætlega þótt ég segi sjálf frá. Skokkaði létt upp brekkuna, var á sirka 9, eitthvað mín. tempói, svo labbaði ég jafnhallan og síðan SPRETTI ég sko niður á við. Held ég hafi aldrei farið svona hratt niður og gerði þetta í öll skiptin. Tempóið var sirka 4, eitthvað mín. per mín. Það er tala sem ég hef aldrei séð, ó mæ lord, enda var mín á fleygiferð. Síðan labbaði ég aftur jafnhallann og skokkaði aftur upp og þið fattið alveg hvað gerðist næst;o) Samkvæmt hárnákvæmu bókhaldi gerir æfingin í dag að 6.11 km sem er bara allt í lagi miðað við að þetta var drulluerfitt. Gaf sko ekkert eftir í niðursprettinum, fór eins hratt og ég gat. Svo var ég sæmilega sátt við uppsprettinn þar sem ég lullaði á rúmum 9 mínútum, þurfti allavega ekki að labba upp hallann og það er pósitív held ég;o) Síðan svitnaði ég geðveikt á æfingunni, held ég hafi aldrei svitnað eins mikið á ævinni og þá er nú mikið sagt! Hann bara rann og rann eftir andlitinu. Rann líka í augun og ógeðslega var það nú vont, sveið ekkert smá. Er ekki bara gott þegar maður svitnar heví? Er þá ekki brennslan góð mig? I´ll hope so verý much:o)

Síðan var svolítið skondið í einum sprettinum. Þrír hlauparar (örugglega að byrja að æfa, fyrir maraþon eða eitthvað, allavega...) fóru einn hring og náðu mér þegar ég var að klára uppsprettinn og svo löbbuðum við jafnhallann og þau fóru að hlaupa niðursprettinn og mín brunaði fram úr þeim og þau voru bara ein augu að sjá svona skrýtna gellu að þeysa svona hratt, verð að viðurkenna að ég var svolítið montin inn í mér, skammskamm Sveinbjörg! Svo löbbuðum við neðri jafnhallann hváði í gaurnum: "Nei, hún er líka með svona!" og benti á Garminn minn. "Það eru bara allir komnir með svona, lentum inn í hóp með fleirum hlaupurum áðan og þá voru FIMM (með áherslu á fimm) með svona, maður er bara ekki inni!" og hinar tvær kinkuðu kolli og brostu. Frekar skondið, þekkti þetta fólk ekki neitt.

Guð, ég verð að koma einu frá mér sem ég gerði mig að geðveiku fífli í dag, skammast mín alveg geðveikt og verð að segja frá því, megið alveg hlæja að trúðnum;o) Er semsagt að fara í göngugreiningu hjá Flexor á morgun. Foringinn bað mig vinsamlegast að láta að tékka á fótunum, vera reddý og svoleiðis fyrir maraþonið. Hann benti mér á ákveðinn náunga sem hann vildi helst að ég færi til, eru víst einhverjir tveir að þessu. Svo er hringt eftir hádegið og minnt mig á tímann á morgun og ég bara OK takk og allt það. Svo asnast ég til að spyrja einhvern veginn á skrýtinn hátt hvort hún vissi hver væri með þetta þegar ég væri og bara HA og eitt spurningamerki; "hvað meinarðu" og ég var eins og algjör asni, er ekki að grínast, hló einhverjum geðveikum svona skelfingarhlátri. Svo reyni ég að redda þessu og segi: "Hehe, skiptir engu máli, hehe.." og hugsaði bara HJÁLP, hvað var ég að hugsa! Hún nefnir svo að þeir séu tveir að þessu og viti ekki hvor vinni eftir hádegi. Svo segi ég bara takk fyrir og skelli á. Ég spyr alltaf um eitthvað fáránlegt á hinum versta tímapunkti. Úff, ég varð að pústa þessu frá mér, en ji hvað ég skammaðist mín. Er bara ekki frá því að ég hafi roðnað svolítið mikið, *ALGJÖRLEGAROÐNNIÐURÍTÁ* ef þið skiljið hvað ég meina;o)

Ætla kannski að fara í sund á eftir og ná vonandi einum km eða tveimur, sé til í hvernig stuði ég er:o) Síðan er bara æfing á miðvikudag. Ætli það verði þá ekki barsta 10 km? Kemur í ljós, er allavega stefnan;o)

Kær kv. Moi sjálf
Athugasemd(ir):
Dugleg, sjáumst í dag á æfingu!!!
Kv.Hildur
 
Skrifa ummæli
1 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?