Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

mánudagur, júlí 02, 2007

Sun and summer 

Jeremías Jermundur Ásmundarson og hann nefni ég nú ekki á nafn daglega, ji hvað það var heitt og mikil sól úti í dag og reyndar einum of heitt á tímabili, það var alveg um 20 stiga hiti kl. 17:00! Alls ekki að maður kvarti yfir góða veðrinu, sertinly not! ;o)

Úffpúff, henti mér á smá hlaupaæfingu síðdegis. Ætluðum að taka spretti og eitthvað en foringinn ákvað að það væri of heitt til að taka brekkuspretti þannig að það var haldið inn í Elliðarárdal og dúllast eitthvað í sólinni. Ég bara sökkaði alveg ógeðslega feitt fannst mér. Var alveg rosalega slæm í leggjunum í dag og það þurfti ekki mikið til. Það er greinilega dagamunur á þeim. Þurfti að labba talsvert en reyndi að harka af mér inn á milli að hlaupa. Fór bara inn að Sprengisandi og tilbaka sem gera að 8 km samkvæmt bókhaldinu. Gekk betur að fara tilbaka því ég hitti á hana Signýju mína sem byrjaði á sama tíma og ég í fyrra að hlaupa með Laugaskokk. Hún bjargaði mér gjörsamlega, hún var á hjóli og spjallaði við mig alla leiðina niður í Laugar og ég var skokkandi allan tímann og gat gleymt fótunum á mér í smástund, mikið var það nú gott:o) Frábært að hitta hana. Hún var líka rosa ánægð að sjá muninn á mér síðan síðast (sem var sirka sautjánhundruð og súrkál;o), búin að missa sirka 14 kg síðan þá en þó sérstaklega það að ég var talandi allan tímann meðan ég var hlaupandi og ég var sko masandi út í eitt. En í fyrra var ég másandi og blásandi á hlaupunum og gat ekki svarað fólki sem var að tala við mig á hlaupum þannig að þolið hefur lagast um trilljón prósent þó það megi nú lagast meira en er rosa glöð með þetta:O)

Æji, vonandi fer þetta fótavesen eitthvað að lagast. Er búin að panta mér í göngugreiningu í næstu viku og mun að öllum líkindum fá ný innlegg og svoleiðis, vona að það geri eitthvað gagn. Svo var ein í hlaupó að segja mér að það væri sniðugt að bera laxerolíu á leggina á kvöldin áður en maður færi að sofa. Jams, þið heyrðuð rétt, laxerolía! Man ekki alveg hvernig þetta er en eitthvað á þetta að hafa góð áhrif á beinhimnubólguna.

Hey já, svo fjárfesti mín sér í Garmin 305, ógeðslega ánægð. Fékk smá pening upp í úrið frá famelíunni í afmælisgjöf og er bara heví ánægð. Fékk hann á fínu verði í Elki, á tæp 30.000 í stað 35.000 í heildsölunni þannig að þetta voru bara góð kaup. Þarf bara að læra á hann, hvernig hann virkar og læra aðeins á stillingarnar (blikkblikk á ykkur klára fólk sem á svona Garmin;o), er svo mikill púki í ensku.

Annars er æfing á miðvikudaginn og þá verður farið frá Spönginni, gangi Sveinbjörgu vel að rata þar sem hún er geðveikt dugleg í að villast og hvað þá í miðri Reykjavík;o) Ætla annars að reyna að kíkja í ræktina á morgun eða sund.

Ein svona spurning í lokin sem er búin að hvíla lengi, lengi á mér, svona fyrir ógeðslega fallega fólkið sem er rosa duglegt í sundi;o) Er nokkuð ágæt bara í sundi og sérstaklega skriði. Hef alltaf langað til að læra að snúa við á kafi við bakkann þegar maður fer tilbaka, ekki snerta hann. Á maður að fara kollhnís eða hvað? Reyndi það fyrir löngu síðan en það tókst nú ekki mjög vel hjá mér, gerði örugglega kolrangt;o) Hef alltaf langað til að vita það og jafnvel prófa. Ne kannski ekki, kæmi örugglega ógeðslega hallærislega út fyrir mig.. hehe.. ;o)

Jæja, best að hætta þessu masi. Úff "munnræpan" sem kemur úr þessum munni;o)

Kær kv. Moi sjálf


P.s. Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar:o)
Athugasemd(ir):
Þú ert alltaf dugleg..ekki segja bara 8 eða bara e-ð þetta eru nú engar smá vegalengdir og margir sem gætu ekki einu sinni gengið þessar vegalengdir sem þú ert að hlaupa mín kæra..
kv.Hildur
 
Skrifa ummæli
1 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?