Moi sjálf:o)
- GESTABÓK ~ KVITT, KVITT:o)
- "Afrekin" mín;o)
- ÉG Í VIÐTALI Í 24 STUNDUM:o)
- ÉG í VIÐTALi VIÐ ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAGIÐ:o)
- GREIN EFTIR MIG Í BLAÐI ASTMA- OFNÆMISFÉLAGSINS (BLS. 25):o)
- Vinnan mín
- Mogginn
- Fréttavefur
- Suðurland.net
- Klaustur:)
- Hvolsvöllur:)
- New York póstur
- Vísir.is
- Leit.is
- Hvað finnur maður ekki þegar maður "googlar"?;)
- Ameríska Idolið
- Fyrir þá sem fíla Eurovision af lífi og sál:)
- Youtube
- Facebook ~ ávanabindandi;)
- Poolarar:o)
- Bankastúss
- Eitthvað fyrir bíófíkla...
- Kvikmynd.is
- FSu:o)
- NFSu:o)
- Gamli kórinn minn
- LAUGASKOKK ~ Allir út að hlaupa:o) Ógeðslega gaman!
- Astma-og ofnæmisfélagið
- Astmafjallganga 2009
- HLAUP!!
- Biggest loser
- Biggest loser club
- Heilsugæslan mín
- Sjúkraþjálfun
- Heilsuráðgjöf.is ~ Hollt fyrir alla að kíkja þarna við
- Næringarforrit og fleira
- World Class
- Hlaup.is
- Maraþon.is
- Íþróttasíða
- Rosalega sniðug uppskriftarsíða
- Afreksvörur ~ Flott hlaupabúð
- Sportland ~ Flott íþróttabúð
- Icefin ~ Frábær útivistarbúð:-)
- Fjallakofinn
- Íslenskt grænmeti og uppskriftir
- Matseld.is ~ Fullt af uppskriftum
- Salatbarinn ~ Geggjað góður staður
- Salatbarinn ~ Matseðill
- Gulla sys
- Nýja síðan hjá Ingu Sól og Dagbjarti Mána:o)
- Inga Sól:o)
- Dagbjartur Máni:o)
- Óskar:o)
- Sigrún Birta:o)
- Emilý Sigurrós sæta:o)
- Árný Alda og Guðný Kristín:o)
- Guðrún Sigríður og Soffía Kristín:o)
- Helga Magga
- Tóta
- Siggi
- Telma
- Sigrún H
- Fanney
- Sigga Skag
- Kristrún Harpa
- Björg Páls
- Lauga:o)
- Ungfrú Júlíana;)
- Agga STÓRhlaupari:o)
- Bibba SVALA járnkona:o)
- Eva og co.
- Sóla:o)
- Ásta:o)
- Hildur ofurhlaupalögga:o)
- Helen megahlaupari:o)
- Guðrún Lauga hlaupakona af guðs náð:o)
- febrúar 2003
- mars 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- nóvember 2004
- janúar 2005
- mars 2005
- júlí 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- apríl 2006
- ágúst 2006
- október 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- mars 2007
- apríl 2007
- maí 2007
- júní 2007
- júlí 2007
- ágúst 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- desember 2007
- janúar 2008
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- maí 2008
- júní 2008
- júlí 2008
- ágúst 2008
- september 2008
- október 2008
- nóvember 2008
- desember 2008
- janúar 2009
- febrúar 2009
- mars 2009
- apríl 2009
HÉR OG ÞAR OG ALLSSTAÐAR
Hlaupa- og heilsusíður
Fólkið mitt (",)
GAMALT OG GOTT:D
ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)
sunnudagur, ágúst 19, 2007
I DID IT!! JESS:O)
~ SVÍF UM Á BLEIKU SKÝI ~
Biðst innilegrar afsökunar á bloggleysi síðustu daga. Tölvan mín ákvað að fara í endanlegt verkfall og skjárinn bara dó completely:o/ Setti greyið í viðgerð og ég vona að það sé "bara" skjárinn. Fékk að kíkja í tölvuna hjá Helgu sys svona til að láta vita að ég væri á lífi:o)
Þetta hafa bara verið fínir dagar. Fór á hlaupaæfingu á miðvikudag sem gekk bara vel. Tók hálftímahringinn sem gerir að 5.6 km í sól og blíðu. Svo var æfing líka á fimmtudaginn þó svo fólk tæki nett mark á foringjanum. Við vorum bara í kringum 10 manns sem mættum. Tók bara 3 km til að hreyfa mig svona smá síðustu dagana fyrir stóra daginn. Tók þá bara rólega og nett. Svo var aðeins planlagt helgina í kringum allt húllumhæið.
Á föstudaginn var pastaveislan sem við sáum að sjálfsögðu um. Það var bara stuð og læti og brjálað af fólki. Eftir pastaveisluna voru tónleikar á Laugardalsvellinum og var þar var enn meira kreisý af fólki eftir því sem leið á kvöldið þannig að þetta var bara fjör og gaman saman:o)
~ THE BIG DAY ~
Vaknaði á slaginu 7:00 og klæddi mig og gerði mig reddý. Ristaði mér 2 brauðsneiðar og ætlaði að fá mér með marmelaði og ost ofan á. Fannst þetta marmelaði eitthvað svo þunnt og þegar ég tékkaði betur á miðann þá var þetta kirsuberjaSÓSA!! Úps, lét mig nú samt hafa þetta og át svo 1/2 banana. Mætti rúmlega 8:00 niður í bæ. Foringinn var svo sniðugur og fékk rútu þar sem við höfðum smá samastað og aðstöðu fyrir dótið okkar. Á þessum tímapunkti var ég orðin geðveikt stressuð, held ég hafi aldrei orðið svona stressuð á ævi minni, ég sem ætlaði ekkert að vera svona stressuð:o/
Svo gerðist það, hlaupið var að byrja!! Stundvíslega kl. 09:00 var heilmaraþon og 1/2 maraþon startað. Þetta voru um 2500 manns í einni klemmu:o) Fór eins aftarlega og ég gat, svo ég lenti ekki í troðning og veseni og það gekk eftir, skynsöm Sveinbjörg:O) Náði líka að halda mig á mottunni og fara ekki of hratt af stað sem var aðaláhyggjuefni mitt fyrir hlaupið. Mér gekk bara súpervel fyrstu 13 km. Fékk mér bara Powerradeglas á 1. drykkjarstöðinni. Leið bara vel í leggjunum, astminn var að stríða mér smá en ég pústaði mig bara og var þá betri. Það sem ég var stoltust af er þegar ég fór Lindarbrautina þar sem mér gengur vanalega ekki vel að fara hana, bara einhver draugahræðsla, þetta er ekkert mál. Núna gekk þetta allt upp þar, gerði bara eins og foringinn sagði mér að gera, leit niður á uppleiðinni og taldi ljósastaurana þangað til ég var komin upp, var bara ansi hreint ánægð með sjálfa mig:o) Svo kom 2. drykkjarstöð og þar svolgraði ég í mig einu geli og sturtaði í mig vatnsglasi. Mikið var gelið ógeðslegt, rosalega þykkt og sykurleðja, jakkjakk (fékk allavega ekki í magann af því) Svo var ég næstum komin að 10 km markinu og hjá Tryggvagötunni biðu Pétur foringi og Lísa spúsan hans og hvöttu mig alveg rosalega áfram og ég var rosalega glöð með það. Þá tók seinni helmingurinn við á Sæbrautinni. Gekk vel fram á miðja Sæbraut þangað til mp3 spilarinn minn ákvað að plata mig og segjast vera batteríslaus og þá kom allt annar fílingur í mig. Það var eitthvað svo hljótt í kringum mig, of hljótt. Þegar ég var að koma að 3. drykkjustöðinni á Kirkjusandi, þá fann ég að ég var farin að þreytast mikið, ákvað að taka gel og þambaði 2 glös af vatni, var svo geðveikt þyrst. Er svo mikill klaufi með gelið að ég sletti því út um allt á fingrunum á mér og þeir festust nánst saman, er ekki að djóka, þetta er sko klístrað bjakk:o) Fórnaði smá vatni af einum brúsanum mínum til að þrífa aðeins af, það losnaði smá. Þessa síðustu 7 km átti ég eitthvað erfitt, var farin að þreytast talsvert, fannst leiðin á hafnarsvæðinu svo lengi að líða og var hingað og þangað og svo var brekkan sem lá frá höfninni og upp á Sæbraut/Kleppsveginn upp að Laugarásbíó rosalega erfið (foringinn var reyndar búinn að vara okkur við þessum kafla en ég bjóst ekki við að hann væri svona erfiður) Þurfti að labba nokkurn veginn alla síðustu 6 km en reyndi nú að sýna lit og hlaupa inn á milli. Var svolítið óþægilegt þegar ég var að fara á þann kafla á Sæbrautinni sem var lokaður fyrr fyrir hlauparana að það var verið að opna fyrir umferð aftur og við vorum alveg slatti sem vorum eftir og það brautarverðirnir voru að benda manni að fara hingað og þangað og það endaði með því að ég fór göngustíginn síðustu 2 km.
Var svo ótrúlega þreytt að ég ætlaði að gera mér lítið fyrir og labba bara í markið sem er náttúrulega ekki töff en þegar ég sá allt fólkið og hvað það hvatti mann áfram (alveg yndislegt allt þetta fólk í markinu og allsstaðar á hlaupaleiðinni, eiga skilið miklar þakkir fyrir stuðninginn) kom einhver raketta í rassinn á mér og ég rauk af stað og kom með þvílíkum látum í markið og lét eins og ég hefði unnið, þetta var alveg æðisleg tilfinning. Svo þegar ég kom í markið fékk huge verðlaunapening og svo var mér rétt þvílík bók og ég hélt í sakleysi mínu að allir þeir sem lykju þessum löngu vegalengdum fengju flotta viðurkenningu en þá kom það í ljós að ég hefði verið dregin út úr potti. Ég sem hélt að ég ynni aldrei neitt (þangað til í Laugaskokkshlaupinu:o) Fólk var að tala um að þetta hefði verið flottasta fagn á leiðinni mark sem það hefði séð. Ég man varla eftir þessu, var í mínum eigin heimi að klára 1/2 maraþon. Ég trúði varla hvaða tíma ég hefði náð, hann var miklu betri en ég hefði þorað að vona, er svo glöð. Ætlaði að vera glöð ef í fyrsta lagi ég næði að klára hlaupið og í öðru lagi ef ég næði 3 klst. 20 mín. en tíminn varð í raun 3 klst. 6 mín! Ó mæ lord, ég trúi þessu varla. ÉG af öllum kláraði 1/2 maraþon, er svo himinlifandi:o) Ég hafði fyrir ári síðan varla trúað því að ég ætti eftir að meika 10 km hlaup hvað þá ári seinna að hlaupa 1/2 maraþon. Það var rosalega asnalegt að eftir að ég var komin í markið alveg hundþreytt var það fyrsta sem ég hugsaði um var að ætla að fara næst undir þremur tímum... þvílíkur metnaður, að hugsa sér:o) Svo var bara skellt sér á vatnsbarinn og fengið sér blöndu af vatni, Powerrade og banana og svo röltum við að rútunni góðu og þar beið foringinn með freyðivín og læti og það var alveg rosalega næs:o)
Eftir hlaupið fór ég í sund og teygði úr fótunum og slakaði vel á. Kíkti aðeins heim og ég var svo þreytt að ég steinsofnaði í 20 mín;o) Um fimmleytið hittumst við nokkur úr hlaupó á veitingastaðnum Madonnu og fengum okkur pizzu og bjór, það var alveg æði. Þar var spjallað um hlaupið (að sjálfsögðu), afrek dagsins og svoleiðis. Eftir matinn kíktum við Kristinn, Kristján, Helga Árna og Borghildur niður í bæ, löbbuðum af okkur matinn hehe;o) Fórum inn hliðargötur og á Laugaveginn og á Lækjargötu til að tékka hvort það væru komin úrslit á Glitnishúsið en þau voru ekki komin þannig að það var só sorrý fyrir okkur:o) Löbbuðum upp allan Laugaveginn, upp Rauðarárstíginn og kíktum á Miklatún á tónleika RÚV og Landsbankans, það var bara rosa gaman og brjálað af fólki þar að sjálfsögðu:o) Endaði kvöldið með að kíkja með Fúsa bró á flugeldasýninguna sem var bara fín. Svo fór ég heim og steinsofnaði eftir erfiðan en ógeðslega skemmtilegan dag:o)
Allt fólkið sem studdi við bakið á mér í hlaupinu og tók á móti mér í markinu var yndislegt. Takk fyrir peppið og fagn yndislegu Laugaskokkarar. Þið vitið ekki hvað þetta er mér ótrúlega dýrmætt. Þið eruð öll frábær! Bara þúsund þakkir fyrir mig:o)
Biðst innilegrar afsökunar á bloggleysi síðustu daga. Tölvan mín ákvað að fara í endanlegt verkfall og skjárinn bara dó completely:o/ Setti greyið í viðgerð og ég vona að það sé "bara" skjárinn. Fékk að kíkja í tölvuna hjá Helgu sys svona til að láta vita að ég væri á lífi:o)
Þetta hafa bara verið fínir dagar. Fór á hlaupaæfingu á miðvikudag sem gekk bara vel. Tók hálftímahringinn sem gerir að 5.6 km í sól og blíðu. Svo var æfing líka á fimmtudaginn þó svo fólk tæki nett mark á foringjanum. Við vorum bara í kringum 10 manns sem mættum. Tók bara 3 km til að hreyfa mig svona smá síðustu dagana fyrir stóra daginn. Tók þá bara rólega og nett. Svo var aðeins planlagt helgina í kringum allt húllumhæið.
Á föstudaginn var pastaveislan sem við sáum að sjálfsögðu um. Það var bara stuð og læti og brjálað af fólki. Eftir pastaveisluna voru tónleikar á Laugardalsvellinum og var þar var enn meira kreisý af fólki eftir því sem leið á kvöldið þannig að þetta var bara fjör og gaman saman:o)
~ THE BIG DAY ~
Vaknaði á slaginu 7:00 og klæddi mig og gerði mig reddý. Ristaði mér 2 brauðsneiðar og ætlaði að fá mér með marmelaði og ost ofan á. Fannst þetta marmelaði eitthvað svo þunnt og þegar ég tékkaði betur á miðann þá var þetta kirsuberjaSÓSA!! Úps, lét mig nú samt hafa þetta og át svo 1/2 banana. Mætti rúmlega 8:00 niður í bæ. Foringinn var svo sniðugur og fékk rútu þar sem við höfðum smá samastað og aðstöðu fyrir dótið okkar. Á þessum tímapunkti var ég orðin geðveikt stressuð, held ég hafi aldrei orðið svona stressuð á ævi minni, ég sem ætlaði ekkert að vera svona stressuð:o/
Svo gerðist það, hlaupið var að byrja!! Stundvíslega kl. 09:00 var heilmaraþon og 1/2 maraþon startað. Þetta voru um 2500 manns í einni klemmu:o) Fór eins aftarlega og ég gat, svo ég lenti ekki í troðning og veseni og það gekk eftir, skynsöm Sveinbjörg:O) Náði líka að halda mig á mottunni og fara ekki of hratt af stað sem var aðaláhyggjuefni mitt fyrir hlaupið. Mér gekk bara súpervel fyrstu 13 km. Fékk mér bara Powerradeglas á 1. drykkjarstöðinni. Leið bara vel í leggjunum, astminn var að stríða mér smá en ég pústaði mig bara og var þá betri. Það sem ég var stoltust af er þegar ég fór Lindarbrautina þar sem mér gengur vanalega ekki vel að fara hana, bara einhver draugahræðsla, þetta er ekkert mál. Núna gekk þetta allt upp þar, gerði bara eins og foringinn sagði mér að gera, leit niður á uppleiðinni og taldi ljósastaurana þangað til ég var komin upp, var bara ansi hreint ánægð með sjálfa mig:o) Svo kom 2. drykkjarstöð og þar svolgraði ég í mig einu geli og sturtaði í mig vatnsglasi. Mikið var gelið ógeðslegt, rosalega þykkt og sykurleðja, jakkjakk (fékk allavega ekki í magann af því) Svo var ég næstum komin að 10 km markinu og hjá Tryggvagötunni biðu Pétur foringi og Lísa spúsan hans og hvöttu mig alveg rosalega áfram og ég var rosalega glöð með það. Þá tók seinni helmingurinn við á Sæbrautinni. Gekk vel fram á miðja Sæbraut þangað til mp3 spilarinn minn ákvað að plata mig og segjast vera batteríslaus og þá kom allt annar fílingur í mig. Það var eitthvað svo hljótt í kringum mig, of hljótt. Þegar ég var að koma að 3. drykkjustöðinni á Kirkjusandi, þá fann ég að ég var farin að þreytast mikið, ákvað að taka gel og þambaði 2 glös af vatni, var svo geðveikt þyrst. Er svo mikill klaufi með gelið að ég sletti því út um allt á fingrunum á mér og þeir festust nánst saman, er ekki að djóka, þetta er sko klístrað bjakk:o) Fórnaði smá vatni af einum brúsanum mínum til að þrífa aðeins af, það losnaði smá. Þessa síðustu 7 km átti ég eitthvað erfitt, var farin að þreytast talsvert, fannst leiðin á hafnarsvæðinu svo lengi að líða og var hingað og þangað og svo var brekkan sem lá frá höfninni og upp á Sæbraut/Kleppsveginn upp að Laugarásbíó rosalega erfið (foringinn var reyndar búinn að vara okkur við þessum kafla en ég bjóst ekki við að hann væri svona erfiður) Þurfti að labba nokkurn veginn alla síðustu 6 km en reyndi nú að sýna lit og hlaupa inn á milli. Var svolítið óþægilegt þegar ég var að fara á þann kafla á Sæbrautinni sem var lokaður fyrr fyrir hlauparana að það var verið að opna fyrir umferð aftur og við vorum alveg slatti sem vorum eftir og það brautarverðirnir voru að benda manni að fara hingað og þangað og það endaði með því að ég fór göngustíginn síðustu 2 km.
Var svo ótrúlega þreytt að ég ætlaði að gera mér lítið fyrir og labba bara í markið sem er náttúrulega ekki töff en þegar ég sá allt fólkið og hvað það hvatti mann áfram (alveg yndislegt allt þetta fólk í markinu og allsstaðar á hlaupaleiðinni, eiga skilið miklar þakkir fyrir stuðninginn) kom einhver raketta í rassinn á mér og ég rauk af stað og kom með þvílíkum látum í markið og lét eins og ég hefði unnið, þetta var alveg æðisleg tilfinning. Svo þegar ég kom í markið fékk huge verðlaunapening og svo var mér rétt þvílík bók og ég hélt í sakleysi mínu að allir þeir sem lykju þessum löngu vegalengdum fengju flotta viðurkenningu en þá kom það í ljós að ég hefði verið dregin út úr potti. Ég sem hélt að ég ynni aldrei neitt (þangað til í Laugaskokkshlaupinu:o) Fólk var að tala um að þetta hefði verið flottasta fagn á leiðinni mark sem það hefði séð. Ég man varla eftir þessu, var í mínum eigin heimi að klára 1/2 maraþon. Ég trúði varla hvaða tíma ég hefði náð, hann var miklu betri en ég hefði þorað að vona, er svo glöð. Ætlaði að vera glöð ef í fyrsta lagi ég næði að klára hlaupið og í öðru lagi ef ég næði 3 klst. 20 mín. en tíminn varð í raun 3 klst. 6 mín! Ó mæ lord, ég trúi þessu varla. ÉG af öllum kláraði 1/2 maraþon, er svo himinlifandi:o) Ég hafði fyrir ári síðan varla trúað því að ég ætti eftir að meika 10 km hlaup hvað þá ári seinna að hlaupa 1/2 maraþon. Það var rosalega asnalegt að eftir að ég var komin í markið alveg hundþreytt var það fyrsta sem ég hugsaði um var að ætla að fara næst undir þremur tímum... þvílíkur metnaður, að hugsa sér:o) Svo var bara skellt sér á vatnsbarinn og fengið sér blöndu af vatni, Powerrade og banana og svo röltum við að rútunni góðu og þar beið foringinn með freyðivín og læti og það var alveg rosalega næs:o)
Eftir hlaupið fór ég í sund og teygði úr fótunum og slakaði vel á. Kíkti aðeins heim og ég var svo þreytt að ég steinsofnaði í 20 mín;o) Um fimmleytið hittumst við nokkur úr hlaupó á veitingastaðnum Madonnu og fengum okkur pizzu og bjór, það var alveg æði. Þar var spjallað um hlaupið (að sjálfsögðu), afrek dagsins og svoleiðis. Eftir matinn kíktum við Kristinn, Kristján, Helga Árna og Borghildur niður í bæ, löbbuðum af okkur matinn hehe;o) Fórum inn hliðargötur og á Laugaveginn og á Lækjargötu til að tékka hvort það væru komin úrslit á Glitnishúsið en þau voru ekki komin þannig að það var só sorrý fyrir okkur:o) Löbbuðum upp allan Laugaveginn, upp Rauðarárstíginn og kíktum á Miklatún á tónleika RÚV og Landsbankans, það var bara rosa gaman og brjálað af fólki þar að sjálfsögðu:o) Endaði kvöldið með að kíkja með Fúsa bró á flugeldasýninguna sem var bara fín. Svo fór ég heim og steinsofnaði eftir erfiðan en ógeðslega skemmtilegan dag:o)
Allt fólkið sem studdi við bakið á mér í hlaupinu og tók á móti mér í markinu var yndislegt. Takk fyrir peppið og fagn yndislegu Laugaskokkarar. Þið vitið ekki hvað þetta er mér ótrúlega dýrmætt. Þið eruð öll frábær! Bara þúsund þakkir fyrir mig:o)
Næstu dagar verða teknir í smá hvíld. Kem kannski á miðvikudag eða fimmtudag eftir því hvernig ég verð. Er með harðsperrur dauðans út um allan líkamann og var eins og kjagandi hæna þegar ég vaknaði í morgun en það var sko allt þess virði og þetta var sko ekki síðasta langhlaupið mitt:o) Vinna næst á þriðjudag þannig að ég verð bara í leti á morgun;o)
Veit ekki hvenær ég blogga næst, reyni að komast í tölvu í vinnunni og láta vita af mér ef það er æfing og svoleiðis. Vona að það verði hægt að redda tölvunni minni svo ég geti skellt inn nokkrum myndum:o)
ÞÚSUND ÞAKKIR ENN OG AFTUR!
Kær kv. Moi sjálf
Athugasemd(ir):
5 Athugasemd(ir)
Æðislegt hjá þér, þú ert ótrúlegur jaxl! Þú mátt vera mjög stolt af því hvað þú hefur náð góðum árangri á ekki lengri tíma en þetta. Áfram Sveinbjörg ;) Hlaupakveðja, Agga
Til hamingju Sveinbjörg. Ég ætlaði að hringja eftir hlaupið en var sjálf svo upptekin að ég gleymdi því $: betra er seint en aldrei ekki satt.... (: Kveðja gulla
Þetta var svo flott hjá þér og ég get staðfest það að þú áttir flottasta fagnið þegar þú komst í mark!!!Kv.Hildur
Skrifa ummæli