Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Vá, svefnpurkan... 

~ 13 DAGAR Í 1/2 MARAÞON ~
(Tæknilega séð 12 dagar núna;o)

...ætlaði að vera svo dugleg að fara á æfingu í morgun en það gekk ekki betur en svo að ég svaf gjörsamlega yfir mig. Ji minn eini segi ég bara. Ég fór ekki á fætur fyrr en rúmlega tíu, ó mæ lord. Ég fór samt út að hlaupa þrátt fyrir svefpurkustæla. Fór nú samt einungis einn hálftímahring og það gekk bara vel. Dúllaðist bara og fann varla fyrir óþægindum (enda var ég varla á neinni ferð.. hehe... var nú samt ekki labbandi den hele tímen;o) Var bara nokkuð ánægð með sjálfa mig í góðu veðri en það var nú samt pínu rok svona inn á milli;o)

Þessi vika var bara ágæt hjá mér í tölum. Um það bil 40.1 km að baki sem er svona sirka nálægt því sem ég hef farið mest. Jájá, svona lala sátt við þetta.

Kíkti síðan með Helgu sys og krílunum "mínum" í Smáralind í dag og það er held ég síðasti útsöludagurinn eða eitthvað svoleiðis og jesús minn hvað var mikið af fólki þar. Fólk bara tróðst bara á milli útsöluslánna staðráðið í að finna sér eitthvað sniðugt sem það hendir síðan bara inn í skáp held ég og verður rykfallið þar. Það var varla líft á tímabili og var mjög fegin að komast út aftur og krílin líka. Þau voru orðin talsvert pirruð í lokin greyjin mín:o/ Þau jöfnuðu sig nú fljótt:o) Annars finnst mér mikið voðalega mikið af fólki í bænum þrátt fyrir verslunarmannhelgi, rosa skrýtið. Skruppum líka pínu út í nýju Krónubúðina út á Granda og þar var það sama, bílastæðin voru sko troðfull, að það hálfa hefði verið þúsund sinnum meira en nóg;o) Ég allavega tek því bara rólega þessa brjáluðu helgi og safna orku fyrir næstu vinnuviku, ekkert stress hér á bæ. Nenni ekki einhverju flakki:o)

Nú eru bara 13 dagar í stóra daginn þannig að undirbúningurinn fer að komast á fullt bæði andlega og líkamlega:o)

Allavega, bara æfing á mánudag og tvöföld vakt á þriðjudaginn, hlakka reyndar ekkert geðveikt til fyrir það en tækla það eins og hvað annað;o)

Kær kv. Moi sjálf


P.s. Læt fylgja frá því í fyrra þar sem við vorum nokkrar sumarstelpur og Laugaskokksgellur að fagna "sigri" mínum í 10 km þar sem ég bætti mig um 7 mínútur.

Sætur sigur með góðum vinum

Stolt yfir "stórsigri" (Grunar að ég sé dálítið sverari þarna heldur en í dag;o)

Athugasemd(ir): Skrifa ummæli
0 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?