Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

miðvikudagur, september 05, 2007

Loksins, loksins góðir hálsar.... 

...komst ég á æfingu og hitti fólkið mitt. Var komin með geðveik fráhvarfseinkenni liggur við.. hehe.. Það var mjög gott að spjalla og hitta liðið "sitt" aftur:o)

Tók nú bara mjög stutt í dag, einn hálftíma sem gerir að 5.6 km og í fyrsta sinn komst ég undir 50 mínútur sem er lélegt en þó bæting samt ekki satt?;o) Það verið nefnilega að bjóða mér í bíó á eftir á myndina "Knocked up" Allavega, var bara í nokkuð góðu formi á leiðinni eftir fyrstu tvo km. Held að það verði bara alltaf þannig að ég verði í óstuði fyrstu tvo km. En ef ég verð í stuði eftir það þá er það bara fínt:O) Þegar ég var að teygja á hitti ég einn hlaupara sem maður rekst stundum á, held hann sé í Laugaskokki en ég man ekkert hvað hann heitir og hann var að segja hvað það væri gaman að fylgjast með hvernig gengi hjá mér. Alltaf rosa gaman að heyra svona og hvetur mig bara áfram og áfram.. :o)

Úff, ég er búin að þjást af geðveikum harðsperrum í dag að það er varla eðlilegt (segi ég;o) Tók alveg geðveikt á því. Hitaði upp rúmar þrjár mínútur á brettinu, tók tvo hringi í hraðbrautinni, skíðaði í þrjátíu mínútur og tók 10 mínútna sprett á brettinu í lokin. Var að prófa mig aðeins að spretta á brettinu. Hef mest farið á 8.0 í hraða en núna prófaði ég að fara pínulítið á 9.0 í hraða og það gekk bara vel. Tók nú samt bara 2-3 mínútur þannig en það gekk bara fínt. Svo kannski prófa ég það aðeins lengur næst. Þetta kemur vonandi allt með kalda vatninu, I hope so. Úffpúff, harðsperrurnar eru langverstar á maganum, tók alveg heví á því í hraðahringnum þar sem eru tvö tæki fyrir magann, ég gjörsamlega píndi mig þar. Fann ekkert fyrir lærunum þó ég hefði tekið vel á því, kannski af því að maður sýndi smá lit og TEYGÐI á eftir. Ég er nú venjulega ekki duglegust við það eftir að vera í ræktinni. SKAMMSKAMM! Er líka orðin miklu duglegari að teygja eftir hlaupaæfingar, jibbísjibbí:o)

Er enn alveg á fullu að pæla hvort ég eigi að fara í þriggja tíma hlaupið. Langar alveg rosalega til þess og held að ég eigi eftir fíla mig vel í því, dunda mér að skokka og hlusta mp3 spilarann minn í þrjá tíma í vonandi góðu veðri. Veit ekki hvort að foringinn haldi að þetta sé sniðugt, ætla að senda honum SMS og tékka hvað hann segir.

Jæja, best að drífa mig í bíó. Kemst ekki á morgun, neyðist til að vera á kvöldvakt, ARG! Verð nú að fara að spjalla við þessa konu sem gerir vaktaskýrsluna. Reyni nú að taka eitthvað smá skokk fyrir vakt. Hitti svo á næringarfræðinginn á morgun, vona að það komi gott úr því. Þoli ekki vigtanir. Það er alveg eins með vigtanir og start í einhverri hlaupakeppni, verð alltaf jafn stressuð, þoli það ekki. Er allavega búin að vera passa mig í mataræðinu sama hvað gerist.

Kær kv. Moi sjálf
Athugasemd(ir):
Fínn og hlaupalegur nýji bakgrunnurinn þinn :o) Drífðu þig svo bara í 3 tíma hlaupið. Kv. Guðrún Lauga
 
Sammála Guðrúnu, drífðu þig bara, þú ert búin að sanna að þú getur allt!!!!!!!!!
kv.Hildur
 
Skrifa ummæli
2 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?