Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

mánudagur, október 29, 2007

Skána og ekki skána... góð spurning... 

Þetta er held ég allt að koma.. er samt með einhverja drullu (mjög pen haa..) og bólgu í hálsinum og svolítð bælda rödd ennþá en ég held að þetta sé þó skömminni skárra en var fyrir helgi.

Fór út að einhverju ráði í fyrsta sinn í dag og fór í vinnuna. Það var bara allt í lagi en ég var eins og móður hundur þegar ég var að labba niður stigana sem er frekar asnalegt þannig að mín skellti sér bara í lyftuna upp, svindlaði barasta og þegar ég var að skokka um gangana inn á deild:o/ Var ósköp fegin þegar vaktinni lauk, finn að ég er ekki komin með alveg næga orku, en þetta hlýtur að fara að koma.

Kíkti aðeins í Laugar fyrir æfingu í dag og ákvað að hlaupa ekki, þorði því ekki ef lungun skyldu ætla að stríða mér og fara í meira verkfall, sem er ekki mjög sniðugt. En jedúdda mía samviskubitið sem er að stríða mér, er barasta með stærðarinnar hnút í maganum, hvernig er hægt að áhyggjur og samviskubit af öllu? Þetta er alveg hræðilegt.

Allavega, hentist inn í Laugar í smástund og lét foringjann hafa nýjust æfingadagbókina mína sem er ekki mjög falleg í þetta skiptið enda lét ég hann vita að það væru margir fýlukallar á henni og hann hló nú bara að þessari skrýtnu konu sem hér ritar.. hehe... ;o) Hann sagði að ég ætti svo bara að sjá til hvernig ég yrði á laugardaginn en ég var bara: "Ég ætla sko að koma, sama hvernig ég er og hana nú!" Ákveðnin í sumum;o) Svo þegar allir lögðu af stað á æfinguna sagði ég foringjanum góða að ég skyldi nú koma á miðvikudaginn og kannski taka hálftímann rólega en sagði mér að sjá til hvernig ég væri, hann sagðist sjá að ég væri eitthvað drusluleg ennþá (gott að hann sá það, það virtist eiginlega engin(n) taka eftir því í vinnunni;o) og spurning um að taka styttra, þó svo það væri bara pínulítið, ég bara verð, samviskubitið er bara ekki að meika þetta lengur:o/ Eins og ég segi, fer líklegast bara eftir hvernig ég verð en haustfagnaðinum sleppi ég nú ekki, kemur ekki til greina, er búin að hlakka svo rosalega til að tjútta og tralla aðeins með félögunum:o)

Haustfagnaðurinn verður semsagt á laugardaginn og það verður eitthvað húllumhæ og skemmtilegt, leikir sem tengjast hlaupum (vonandi ekki spretthlaup miðað við lungnaástandið núna;o) og þemað þar verður víst 80´s þannig að maður verður geðveikt cool fyrir framan samborgarana, hehe... Svo verður farið á einhvern góðan stað og borðaður góður matur og tjúttað og dúllast:o)

Best að hætta þessu öllu bulli í mér, ótrúlegt hvað maður nær að skrifa mikið um ekki neitt!!

Knús og kram, Moi sjálf

P.S. Hvar í ósköpunum fær maður svona 80's föt eða eitthvað álíka? Er í ótrúlegum vandræðum, ó mæ lord segi ég nú bara!
Athugasemd(ir): Skrifa ummæli
0 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?