Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Haustfagnaður 

Sjáið bara gelluna! Bara sexý... ...NOT;o)
Jæja, þá er haustfagnaðurinn að baki og ég hef ekki skemmt mér svona vel rosalega lengi þótt ég segi sjálf frá með alveg þvílíkt yndislegu fólki, bara takk fyrir skemmtunina allir/allar saman:o)
Þetta var bara geggjað gaman frá A-Ö. Þetta byrjaði kl. 15:00 í Laugum og allir sínu skrautlegu og æðislegu 80´s búningum. Liðin sem við vorum komin í áttu að hlaupa í nágrenninu og leysa verkefni sem snérust um að taka myndir á ýmsum stöðum, t.d. að taka myndir af fólki í rúmi, strætó, fólk í biðskýli að bíða eftir strætó, þolinmæði, jafnvægi,, hjálpsemi, húsum nr. 17, kirkjum, veitingastöðum og fleiru. Reyndar var eitt skilyrði og það var að mæta að gamla World Class húsinu í Fellsmúlanum. Liðið mitt var með góða taktík. Ég náttúrulega er ekki sú hraðskreiðasta, svona eins og snigill bara og við ætluðum niður í Skeifu að leysa nokkur verkefni áður. Við höndluðum þetta að ég færi bara beint í Fellsmúlann og biði eftir liðinu mínu og þetta var bara mjög góð taktík verð ég að segja, fékk frekar slæmt astmakast í byrjun þannig að ég gat skottast í rólegheitum uppeftir og jafnað mig.
Meðan ég beið sá ég eina stelpu sem var í froskabúning og það var greinilega verið að gæsa hana. Vinkonurnar létu hana dæla bensíni á bíl hjá einhverjum manni og höfðu tónlist þannig að hún var að dansa og dæla bensíni, karlinn hafði nú bara gaman að þessu öllu saman. Svo komu þær til mín og héldu að það væri að gæsa mig sem var sko aldeilis ekki:o) Þær vildu endilega mynd af mér með gæsinni og gáfu mér bjórsopa og ég óskaði brúðinni lukku og svo héldu þær á brott. Svo kom skemmtilega nefndin og liðin flykktust að eitt af öðru og það var smá "pitstop" og í staðinn fyrir hefðbundinn orkudrykk var boðið upp á hvítvín, ekki slæmt það.
Svo kláruðum verkefnið með stæl og enduðum aftur í Laugum þar sem voru teknar myndir og skipt um föt og haldið af stað með rútu í salinn sem við vorum um kvöldið. Enduðum í sal Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, smá rúntur, ekki leiðinlegt það. Fengum rosa góðan mat; kjúklingapottrétt með öllu tilheyrandi og súkkulaðikaka dauðans í eftirrétt. Kakan var algjört æði og eins og alvöru sveitastelpu sæmir fékk hún sér mjólkurglas með kökunni. Fannst asnalegt að drekka hvítvín eða vatn með henni og ekki drekk ég kók eða kaffi þannig að maður reddaði sér.. hehe.. ;o) Yfir matnum var farið yfir afrakstur dagsins og hópstjórar fengu 7 mínútur til að segja frá myndunum, það var alveg sprenghlægilegt. Mig minnir að Elínar lið hafi unnið, annars skiptir það sko engu máli, þetta var bara svo gaman og mikið fjör og stuð:o) Svo var bara tjúttað á dansgólfinu allt kvöldið þar sem það var að sjálfsögðu 80´s tónlist sem hélt öllu gangandi:o)
Ég og Helga Eyja fórum einhvern tímann um hálftólf held ég. Vinkona mín kom og sótti okkur og við kíktum aðeins niður í bæ. Fyrst fórum við á Dubliner´s en sá staður er sko ekki að gera sig, allt, allt of mikið af fólki, maður gat varla andað. Þannig að við fórum og kíktum á einhvern stað sem heitir held ég Belly´s eða eitthvað svoleiðis. Hann var bara fínn, miklu stærri staður og kósý, leðursófar og allt. Reyndar kunnu gaurarnir þar ekki að búa til "Mojhito" eða "Sex on the beach" þannig að við fengum okkur bara bjór. Svo fórum við glaðar og sáttar heim eftir bara æðislegan dag:o) Læt fylgja nokkrar myndir fylgja með.
Knús og kram á alla, Moi sjálf
P.s. Sorry hvað allur textinn kemur allur í einu, Blogspotið er eitthvað að stríða mér, ARG:o/

Liðið mitt; Gulla, ég, Tóta, Sævar, Kristinn og Helgi. Bara súperlið:o)


Helga Eyja pæja.

Waz up?;o)
Kristinn flottur.
Kristbjörg algjört æði.
Agga og Jóhanna í stuði.
Verið að predika yfir hópnum... "...Guðspjallið skrifar..."
Allir að hlusta á foringjann.
Lísa fyndin;o)
Ég og Helga þokkalega léttar á því:o)
Stelpurnar.
Strákarnir.
Ég og Hildur skvísa.
Sjáið hvað Hildur er flott:o)
Sætir eða sætar.. ..hmm?
Sjáið bara hvað foringinn er flottur!
Edda í stuði.
Verðlaun fyrir flottustu búningana.
Skemmtilega nefndin skemmtilega:o)








Ég og Helga í góðu stuði á Belly´s

Athugasemd(ir):
Hæ skvís og takk fyrir síðast getur þú sent mér myndirnar af okkur saman á hallur69@simnet.is??
kv.Hildur lasarus (nú er ég eins og þú í síðustu viku)
kv.Hildur
 
Æi krúsan mín, vona að ég hafi ekki smitað þig:o/ Láttu þér nú batna skvísan mín:o)
Sendi myndirnar:)
Knús, Sveinbjörg
 
Skrifa ummæli
2 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?