Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

föstudagur, janúar 04, 2008

BogguPUÐ 5 og smá yfirferð yfir árið 

Búin að vera í þvílíki bloggleti að það hálfa væri nóg. Fer nú samt að reyna að bæta úr því smám saman:-)

Skellti mér á æfingu í gær eftir næturvaktina. Var samt eiginlega ekki að meika það, svaf sama sem og ekkert og borðaði varla neitt áður en ég lagði af stað sem var ekki alveg nógu sniðugt. En af stað skyldi hún fara, nú er sko ekki tími í að væla yfir svefnleysi og þreytu og öðrum góðum afsökunum, það skal taka vel á (sérstaklega næstu 8 mánuði eða svo) Allavega, skellti mér að Árbæjarstíflunni sem gerir að 11.5 km í frekar ömurlegu veðri bara, rok og rigning út í eitt. Það var alveg geðveikur mótvindur að ég hélt að ég kæmist ekki áfram en á móti fékk ég vindinn í rassinn tilbaka sem var MJÖG gott því ég var varla að meika mótvindinn. Gekk bara í heildina bara fínt en mótvindurinn í byrjun fór dálítið í mig þannig að ég varð að pústa mig og mér létti við það og síðan var ég dálítið orkulaus í lokin en það er bara því að kenna að ég fékk mér eiginlega ekkert að borða þegar ég vaknaði og fór nánast strax út, fékk mér eina þurra brauðsneið og hálfan banana, úps!

Svo var að sjálfsögðu Boggupuð í dag, alveg ógeðslega gaman og erfitt eins og venjulega en eins og ég segi geðveikt gaman og ekki veitir af svona góðum æfingum. Það var sérstaklega tekið á með axlir og hendur (fannst mér;o) en auðvitað fengu hinir bodypartarnir að njóta sín líka enda er ég farin að finna vel fyrir því núna og hvað þá í fyrramálið, úffpúff;o) Er reyndar svolítið hrædd pínuponsu, er nefnilega farin að finna öðru hvoru fyrir hnénu sem ég meiddi mig í haust. Þetta er hnéskelin, bara einn punktur þar sem er bara mjög óþægilegur og finn sérstaklega þegar ég labba upp stiga, verð bara að passa mig og bera Deep heat og svoleiðis á til að redda þessu, það má nefnilega ekkert klikka hjá mér á næstunni, 7-9-13 undir spýtu takk fyrir! Læt þetta ekki stoppa mig og hana nú! Það voru ákveðin vonbrigði með mætinguna í puðinu. Held að við höfum náð að byrja 6 eða 7 manns með Boggu og það var rúmlega hálffimm. Ég var mætt á slaginu hálf og engin(n) sjáanlegur strax:o( Ég mætti af öllum og þá er nú mikið sagt;o) Æ, þetta var svolítið dapurlegt, þurfum að fara að herða okkur í mætingu annars bara missum við tímana okkar sem er svolítið sad:o/ Verðum við bara ekki duglegari að mæta?;o) Það er reyndar verið að tala um hvað tímasetningin sé óþægileg, spurning....

Svo er það bara næsta vika og þá ætti maður að vera komin í sína góðu rútínu og eins og ég segi þýðir ekkert að væla neitt, megið alveg sparka í rassinn á mér ef ég fer að vola yfir einhverjum smámunum:)

Árið sem leið...

Er bara nokkuð ánægð með mig eftir árið þótt ég segi sjálf frá og það gerðist ýmislegt....

Úps, aðeins of langur listi.... Er bara yfir heildina ánægð með árið og búin að eignast fullt af félögum og vinum í besta skokkhóp landsins og annarsstaðar:o)

Árið sem er að renna í hlað.....

Jæja, ætli það sé ekki komið nóg af rausi í bili, megi þetta ár verða ykkur öllum gott:o)

Knús, Moi sjálf

P.s. Læt fylgja nokkrar myndir frá hlaupaárinu:o) http://picasaweb.google.com/Sveinkapeinka/HlaupaaridINokkrumMyndum?authkey=LMdcthkz_Lc

Athugasemd(ir):
Flott hjá þér..Þú ert búin að standa þig vel og ég veit að þú átt eftir að gera enn betur,
Sjáumst hressar á æfingu..
kv.Hildur
 
Skrifa ummæli
1 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?