Moi sjálf:o)
- GESTABÓK ~ KVITT, KVITT:o)
- "Afrekin" mín;o)
- ÉG Í VIÐTALI Í 24 STUNDUM:o)
- ÉG í VIÐTALi VIÐ ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAGIÐ:o)
- GREIN EFTIR MIG Í BLAÐI ASTMA- OFNÆMISFÉLAGSINS (BLS. 25):o)
- Vinnan mín
- Mogginn
- Fréttavefur
- Suðurland.net
- Klaustur:)
- Hvolsvöllur:)
- New York póstur
- Vísir.is
- Leit.is
- Hvað finnur maður ekki þegar maður "googlar"?;)
- Ameríska Idolið
- Fyrir þá sem fíla Eurovision af lífi og sál:)
- Youtube
- Facebook ~ ávanabindandi;)
- Poolarar:o)
- Bankastúss
- Eitthvað fyrir bíófíkla...
- Kvikmynd.is
- FSu:o)
- NFSu:o)
- Gamli kórinn minn
- LAUGASKOKK ~ Allir út að hlaupa:o) Ógeðslega gaman!
- Astma-og ofnæmisfélagið
- Astmafjallganga 2009
- HLAUP!!
- Biggest loser
- Biggest loser club
- Heilsugæslan mín
- Sjúkraþjálfun
- Heilsuráðgjöf.is ~ Hollt fyrir alla að kíkja þarna við
- Næringarforrit og fleira
- World Class
- Hlaup.is
- Maraþon.is
- Íþróttasíða
- Rosalega sniðug uppskriftarsíða
- Afreksvörur ~ Flott hlaupabúð
- Sportland ~ Flott íþróttabúð
- Icefin ~ Frábær útivistarbúð:-)
- Fjallakofinn
- Íslenskt grænmeti og uppskriftir
- Matseld.is ~ Fullt af uppskriftum
- Salatbarinn ~ Geggjað góður staður
- Salatbarinn ~ Matseðill
- Gulla sys
- Nýja síðan hjá Ingu Sól og Dagbjarti Mána:o)
- Inga Sól:o)
- Dagbjartur Máni:o)
- Óskar:o)
- Sigrún Birta:o)
- Emilý Sigurrós sæta:o)
- Árný Alda og Guðný Kristín:o)
- Guðrún Sigríður og Soffía Kristín:o)
- Helga Magga
- Tóta
- Siggi
- Telma
- Sigrún H
- Fanney
- Sigga Skag
- Kristrún Harpa
- Björg Páls
- Lauga:o)
- Ungfrú Júlíana;)
- Agga STÓRhlaupari:o)
- Bibba SVALA járnkona:o)
- Eva og co.
- Sóla:o)
- Ásta:o)
- Hildur ofurhlaupalögga:o)
- Helen megahlaupari:o)
- Guðrún Lauga hlaupakona af guðs náð:o)
- febrúar 2003
- mars 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- nóvember 2004
- janúar 2005
- mars 2005
- júlí 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- apríl 2006
- ágúst 2006
- október 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- mars 2007
- apríl 2007
- maí 2007
- júní 2007
- júlí 2007
- ágúst 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- desember 2007
- janúar 2008
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- maí 2008
- júní 2008
- júlí 2008
- ágúst 2008
- september 2008
- október 2008
- nóvember 2008
- desember 2008
- janúar 2009
- febrúar 2009
- mars 2009
- apríl 2009
HÉR OG ÞAR OG ALLSSTAÐAR
Hlaupa- og heilsusíður
Fólkið mitt (",)
GAMALT OG GOTT:D
ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)
miðvikudagur, janúar 16, 2008
Æi, ekki alveg minn dagur....
Þessi dagur var ekki alveg að gera sig fyrir mig. Ég bara hef algjört ógeð á snjó, alveg óvart. Bara meika hann gjörsamlega ekki:o( Síðan var ég bara einhver grumpy old woman og bara nett pirruð yfir öllu. Grey Fúsi bróðir fékk að finna fyrir mér. Sorry Fúsi minn, ég skal vera í betra skapi næst:)
Fór á æfingu eftir mjög langa umhugsun. Var í alvörunni að hugsa um að skrópa án neinnar ástæðu, svo mikið hata ég snjó, hugsa sér. Það bara kyngdi niður snjó eins og veðurguðirnir fengju borgað fyrir það. Miðað við hugarfarið í dag fór æfingin alveg á þann farveg. Var alveg geðveikt svekkt út í sjálfa mig allan tímann. Ef ég hef einhvern tímann sökkað feitt þá var sko þokkalega í dag, ójá. Bestu og skemmtilegustu hlaupararnir í öllum heiminum og geiminum, a.k.a. Laugaskokkfélagarnir stungu mig strax af og ég móð og másandi og asnaleg eitthvað og gleymdi pústinu heima, mjög gáfulegt. Þetta voru semsagt 10 kvikindi í dag í Fossvoginn (öfugur) sem ég hefði viljað að sleppa en sökum mikilla markmiða á þessu ári má gjörsamlega ekkert út af bera og hana nú! Verðið bara að hjálpa mér og hugsa til mín að þetta gangi allt saman upp, væri voðalega indælt:o) Það var mjög lélegt færi og maður kafandi í snjónum nánast allan tímann, sérstaklega í byrjun upp Múlana. Tíminn sem ég var á leiðinni...*hósthóst*... lélegt miðað við lélegheitin venjulega, eigum við að ræða það eitthvað eða?
Það var bara hundleiðinlegt færi. Gerði mér lítið fyrir og datt tvisvar, mjög gáfulegt eða þannig. Lenti einu sinni beint á rassinum og síðan frekar illa á mjöðminni, asskoti sárt og beint fyrir framan heila blokk. Flýtti mér eins og brjálæðingur á fætur svo allir væru ekki að "glápa" á mig, egóið semsagt særðist aðeins svo og rass- og mjaðmagreyið, fæ örugglega fallegan marblett. Síðan missteig ég mig nokkrum sinnum sem var yndislegt eða þannig. Þetta slapp fyrir horn en ég missteig mig talsvert illa í eitt skiptið en held að þetta reddist vonandi. Allavega, kláraði fjandans æfinguna eða 10 km, afsakið orðbragðið en fílingurinn er bara svona í dag. Bara einn af þessum dögum sem Pollýanna ákvað að fara í fýlu við mig en þetta verður vonandi skárra á morgun, er það ekki?;o)
Var líka að þykjast að vera miskunnarsami samverjinn í dag og það tvisvar, frekar hallærislegt. Var í Hagkaup að ná mér í kartöflur þegar önnur eldri/heldri frú var að fá sér líka smá kartofflen, bara í svona aumingjaplastpoka. Kemur gat á þennan draslpoka og kartöflurnar detta út um allt og ég byrja bara að taka þær upp fyrir hana. Var eitthvað svo utan við mig (eins og allur dagurinn hefur verið í hnotskurn) og byrjaði að taka þær upp eins og ekkert væri sjálfsagðara væri. Konugreyið var nú þakklát. Síðan í hitt skiptið sem var miklu hallærislegra, var ég í Fossvoginum á æfingu þegar tvær ungar konur voru á gönguskíðum. Ein dettur á rassinn og er að reyna að koma sér á fætur aftur með skíðastöfunum og vinkonan að reyna að hjálpa henni og þetta gekk eitthvað brösulega og þegar ég kem að spyr ég hvort ég eigi nú ekki að hjálpa þeim og var alveg eins og Villi viðutan í mínum heimi (þetta myndi ég ekki segja venjulega við ókunnugt fólk, myndi bara labba framhjá eins og ekkert væri... hehe...;o) Þær reyndar afþökkuðu aðstoðina "miklu" en virtust vera þakklátar en ég fékk dálítinn kjánahroll út af sjálfri mér, af því ég var svo skrýtin eitthvað í mér í dag. Þetta er voðalega ólíkt sjálfri mér, ekki að það sé neitt að því að hjálpa öðrum, var bara svo hugsi út í loftið, frekar fyndið.. hehe.. ;o)
Fór með Telmu í bíó í gær á myndina "Run Fat Boy Run" Er í mjög grófum dráttum um þybbinn (ekki að það skipti heimsins máli;o), mjög áttavilltan/stefnulausan (hálfgerður lúði) mann sem yfirgefur ólétta kærustuna við altarið en fattar eftir fimm ár að hann vill bara hana. Hún er með ríkum og fullkomnum manni í alla staði sem stundar m.a. hlaup . Gaurinn sem skilur hana eftir við altarið skráir sig í maraþon til að ná henni aftur og keppa við þann fullkomna um dömuna. Mér fannst hún mjög góð í heild sinni og samsvaraði mig rosalega við lúðann og lifði mig þvílíkt í myndina;o) Við vorum bara tvær fyrsta hálftímann í salnum, frekar fyndið. Held ég hafi aldrei lent í því áður en þetta var bara kósý. Vorum með fæturna út í loft og blöðruðum um atriðin og svoleiðis. Svo komu tvær aðrar og þannig var það út myndina. Svolítið skrýtið en bara allt í lagi og frekar kósý.
Jæja, best að hætta þessari munnræpu og bulli í dag. Æfing á morgun og að sjálfsögðu vinna líka. Ætla stefna að því að fara að Árbæjarstíflunni en plís gröfukarlar, mokið af göngustígunum, maður verður hálfgeðveikur að kafa allan tímann í snjónum, liggur við. Reyndar ágæt æfing svosem fyrir lærin;o)
KNÚS, Moi sjálf
Fór á æfingu eftir mjög langa umhugsun. Var í alvörunni að hugsa um að skrópa án neinnar ástæðu, svo mikið hata ég snjó, hugsa sér. Það bara kyngdi niður snjó eins og veðurguðirnir fengju borgað fyrir það. Miðað við hugarfarið í dag fór æfingin alveg á þann farveg. Var alveg geðveikt svekkt út í sjálfa mig allan tímann. Ef ég hef einhvern tímann sökkað feitt þá var sko þokkalega í dag, ójá. Bestu og skemmtilegustu hlaupararnir í öllum heiminum og geiminum, a.k.a. Laugaskokkfélagarnir stungu mig strax af og ég móð og másandi og asnaleg eitthvað og gleymdi pústinu heima, mjög gáfulegt. Þetta voru semsagt 10 kvikindi í dag í Fossvoginn (öfugur) sem ég hefði viljað að sleppa en sökum mikilla markmiða á þessu ári má gjörsamlega ekkert út af bera og hana nú! Verðið bara að hjálpa mér og hugsa til mín að þetta gangi allt saman upp, væri voðalega indælt:o) Það var mjög lélegt færi og maður kafandi í snjónum nánast allan tímann, sérstaklega í byrjun upp Múlana. Tíminn sem ég var á leiðinni...*hósthóst*... lélegt miðað við lélegheitin venjulega, eigum við að ræða það eitthvað eða?
Það var bara hundleiðinlegt færi. Gerði mér lítið fyrir og datt tvisvar, mjög gáfulegt eða þannig. Lenti einu sinni beint á rassinum og síðan frekar illa á mjöðminni, asskoti sárt og beint fyrir framan heila blokk. Flýtti mér eins og brjálæðingur á fætur svo allir væru ekki að "glápa" á mig, egóið semsagt særðist aðeins svo og rass- og mjaðmagreyið, fæ örugglega fallegan marblett. Síðan missteig ég mig nokkrum sinnum sem var yndislegt eða þannig. Þetta slapp fyrir horn en ég missteig mig talsvert illa í eitt skiptið en held að þetta reddist vonandi. Allavega, kláraði fjandans æfinguna eða 10 km, afsakið orðbragðið en fílingurinn er bara svona í dag. Bara einn af þessum dögum sem Pollýanna ákvað að fara í fýlu við mig en þetta verður vonandi skárra á morgun, er það ekki?;o)
Var líka að þykjast að vera miskunnarsami samverjinn í dag og það tvisvar, frekar hallærislegt. Var í Hagkaup að ná mér í kartöflur þegar önnur eldri/heldri frú var að fá sér líka smá kartofflen, bara í svona aumingjaplastpoka. Kemur gat á þennan draslpoka og kartöflurnar detta út um allt og ég byrja bara að taka þær upp fyrir hana. Var eitthvað svo utan við mig (eins og allur dagurinn hefur verið í hnotskurn) og byrjaði að taka þær upp eins og ekkert væri sjálfsagðara væri. Konugreyið var nú þakklát. Síðan í hitt skiptið sem var miklu hallærislegra, var ég í Fossvoginum á æfingu þegar tvær ungar konur voru á gönguskíðum. Ein dettur á rassinn og er að reyna að koma sér á fætur aftur með skíðastöfunum og vinkonan að reyna að hjálpa henni og þetta gekk eitthvað brösulega og þegar ég kem að spyr ég hvort ég eigi nú ekki að hjálpa þeim og var alveg eins og Villi viðutan í mínum heimi (þetta myndi ég ekki segja venjulega við ókunnugt fólk, myndi bara labba framhjá eins og ekkert væri... hehe...;o) Þær reyndar afþökkuðu aðstoðina "miklu" en virtust vera þakklátar en ég fékk dálítinn kjánahroll út af sjálfri mér, af því ég var svo skrýtin eitthvað í mér í dag. Þetta er voðalega ólíkt sjálfri mér, ekki að það sé neitt að því að hjálpa öðrum, var bara svo hugsi út í loftið, frekar fyndið.. hehe.. ;o)
Fór með Telmu í bíó í gær á myndina "Run Fat Boy Run" Er í mjög grófum dráttum um þybbinn (ekki að það skipti heimsins máli;o), mjög áttavilltan/stefnulausan (hálfgerður lúði) mann sem yfirgefur ólétta kærustuna við altarið en fattar eftir fimm ár að hann vill bara hana. Hún er með ríkum og fullkomnum manni í alla staði sem stundar m.a. hlaup . Gaurinn sem skilur hana eftir við altarið skráir sig í maraþon til að ná henni aftur og keppa við þann fullkomna um dömuna. Mér fannst hún mjög góð í heild sinni og samsvaraði mig rosalega við lúðann og lifði mig þvílíkt í myndina;o) Við vorum bara tvær fyrsta hálftímann í salnum, frekar fyndið. Held ég hafi aldrei lent í því áður en þetta var bara kósý. Vorum með fæturna út í loft og blöðruðum um atriðin og svoleiðis. Svo komu tvær aðrar og þannig var það út myndina. Svolítið skrýtið en bara allt í lagi og frekar kósý.
Jæja, best að hætta þessari munnræpu og bulli í dag. Æfing á morgun og að sjálfsögðu vinna líka. Ætla stefna að því að fara að Árbæjarstíflunni en plís gröfukarlar, mokið af göngustígunum, maður verður hálfgeðveikur að kafa allan tímann í snjónum, liggur við. Reyndar ágæt æfing svosem fyrir lærin;o)
KNÚS, Moi sjálf
Lalala... kvittikvitt;o)
Athugasemd(ir):
2 Athugasemd(ir)
Hæ ég missti af æfingu þar sem kallinn var svo lengi á leiðinni heim úr vinnunnu..Enda færðin þannig, svo ég fór ein með sjálfri mér í Elliðaárdalinn og ég segi eins og þú, þetta var ekki að gera sig..Ég missteig mig og næstum dottin en ég keypti mér gorma í afreksvörum og þeir virkuðu vel,,ekkert spól.
kv.Hildur
kv.Hildur
Þið duglegar að drífa ykkur einar út að hlaupa í þessari færð. - Annars um að gera að bjóða eða rétta öðrum hjálparhönd, óþarfi að fá kjánahroll yfir því. Kv. Guðrún Lauga
Skrifa ummæli