Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

mánudagur, mars 17, 2008

Brekkusprettir, ÚFFPÚFF... 

Það var VEL tekið á í því dag og það er sko engin lygi, ó mæ lord!

Blessaði Brúnavegur var tekinn og hann var bara hrikalega erfiður. Tók 4 stk og 4. hringurinn var voðalega, voðalega erfiður, svooooo þreytt eitthvað, ekki hægt að segja annað, úff. Held ég hafi þá alls átt 1 og 1/2 góðan hring, því á fyrstu tveim kílómetrunum var ég að deyja í sköflungunum að það hálfa væri nóg og það þýðir bara að elsku yndislega beinhimnubólgan mín var að láta á sér kræla eftir mjög gott hlé þótt ég segi sjálf frá, reyndar búin að vera löt að bera á aumingjans sköflungana í vetur en þeir virtust vera í góðu skapi við mig:o/ Núna í þessum töluðu orðum er ég að drepast í fótunum, held að það sé líka þreytuverkir, alveg hryllilega vont, arg aumingi! Reyni að bera eitthvað á fæturna áður en ég fer að sofa.

Allavega svo ég haldi ekki áfram að bulla og klári æfinguna, fór ég semsagt þessa 4 Brúnavegshringi og svo til að komast í allavega 10 km fór ég upp Laugarásinn á Langholtsveg og þaðan í Álfheima og aftur niður í Laugar sem gerði alls að 11.6 km á 1.54.54 klst.. *hóstHÓST* Ekkert sérstaklega góður tími eins og venjulega en virtist vera að skána þó þegar ég bar 10 km tímana undanfarið saman og 10.6 km tímann um daginn og þá var það pínu skárra. Þarf að komast í þessa tíma sem ég var síðasta sumar og helst miklu, miklu betur! Koma svo, plííísss!!

Svo er það bara vinna og vinna og vinna og pínuponsu páskafrí. Er að vinna núna 6 vaktir í röð og svo svefndagur á laugardag og frí fram á þriðjudag, sweet! Sérstaklega í ljósi þess að þetta er í raun vinnuhelgin mín en raskast semsagt út af páskunum:o) Tvær vikur síðan ég byrjaði að vinna, ótrúlega fljótt að líða, skil ekki hvað tíminn líður, það er alveg að koma apríl!! En ég er rosalega sátt þarna og held að þetta sé allt að síast inn, kemur allt með kalda vatninu:)

KNÚSIknús, Moi sjálf

P.s. er einhver efnafræðingur á háu stigi til að taka suma í aukatíma, án liggur við gríns... Það er svolítið tricky að vera í 100% vinnu og fjarnámi um leið, kannski ekki alveg nógu gáfulegt haaa.. ;o) Borga með mjög, mjög miklu þakklátu knúsi og gígantísku þakklæti*** :o)
Athugasemd(ir):
Því miður þá kann ég ekkert í efnafræði..En þú ert bara dugleg, mér finnst mjög gott þegar ég er svona þreytt í fótunum að sofa með hátt undir þeim..Förum að sjást á æfingu ætla að reyna að mæta á morgun er að fara að ferma á fimmturdaginn ef ekki morgun þá á laugardag..
kv.Hildur
 
Skrifa ummæli
1 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?