Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

fimmtudagur, mars 27, 2008

Jæja þá..... I think that I´m alive;o) 

...komið þið sæl og blessuð (svona að hætti Jóns Ársæls)

Úps, alltof langt síðan ég póstaði einhverju hérna inn svo here we go, held ég;O) Reyna að pára eitthvað bull hérna á næturvaktinni.

Var á morgun/næturvakt á fimmtudaginn síðasta eða Skírdag og hljóp nú mest lítið og fór bara hálftímann eða 5.6 km á sirka 53 mínútum. Mjög gróflega munað hérna hjá eldgömlu konunni;o) Smellti mér í sveitina á laugardaginn og kom heim á mánudaginn. Það var voða ljúft að komast aðeins úr bænum og í sveitina og anda að sér fersku lofti og fá auðvitað góðan mat á páskadag hjá múttu og Fúsa bró:)

Verð að viðurkenna að ég var ansi mikið löt og lá með lappirnar upp í loft og alles. Reyndar á sunnudaginn reyndi ég að sýna smá lit og tók frekar langa æfingu og rúllaði og dúllaði mér inn í Fljótshlíð og tók 15 km. Ætlaði reyndar að fara 20 en sumir klúðruðu því rækilega með því að meiða sig dálítið. Af því að ég er búin að vera frekar slæm í leggjunum ákvað ég að prófa aðvefja báða leggina í teygjusokka og plús hitakrem undir áður en ég lagði af stað og byrjaði að vefja neðst við iljarnar og þar og svo komu náttúrulega hlaupasokkarnir yfir og það var eins og það væri svo "troðið" og mikið í skónum. Þetta voru svona verkir sem byrjuðu eins og þegar maður er að byrja að hlaupa í glænýjum skóm. Það lagaðist öðrum megin smám saman en hinu megin ekki. Það varð bara verra og verra að stíga í fótinn en ég harkaði þangað til ég sá að það voru komnir 7.5 km á Garmgreyinu og sneri þá strax við. Síðustu metrana átti ég mjög erfitt með mig og gat þá varla stigið í fótinn, svo sárt var það, var meira segja næstum farin að gráta:o/Mætti Fúsa bróð á bílnum sínum akkúrat þegar ég kláraði km nr. 15 og þá gat ég ekki meir. Steig ekkert í fótinn allan daginn en þetta er allt gengið tilbaka núna virðist vera. Jesús minn hvað þetta var hryllilega sárt að það hálfa væri nóg, úff. Fór pínu að skokka á mánudeginum svo ég gerði nú eitthvað, þó ég fyndi aðeins til. Fór einhverja litla 5.0 km á sirka 50 mín. Rétt svo lullaðist áfram en gerði allavega eitthvað haaa...

Nú er ég á næturvakt nr. 1 af 2. Fór ekki á Laugaskokksæfingu í dag því ég var á morgun/næturvakt þannig að ég fór bara aðeins út eftir að ég fór af morgunvaktinni. Það er reyndar þannig að ég fór aðeins fyrr heim til að sofa og kom 2 tímum fyrr á næturvaktina því það vantaði svo manneskju vegna veikinda og það náðist ekki að redda neinni en þá kom ungfrú Súperfrú og reddaði deginum, DjÓk! Veit ekki hversu súper maður er (þvílíkt sjálfsálit) en maður reynir að hjálpa aðeins til ef hægt er:o) Út af þessu vinnuveseni, skröltist ég bara sirka 3 km um Laugardalinn svo ég næði að sofna eitthvað pínu en hreyfði mig allavega aðeins.

Svo ætla ég að gera pínu gloríur á laugardaginn og skráði mig í 1/2 maraþon í Marsmaraþon, félags maraþonhlaupara. Þetta er svona fyrsta "keppnis" hlaup ársins hjá mér. Ég get nú ekki sagt að ég sé að keppa við neina, *hósthóstaumingihóst*;) Bara að keppa við sjálfa mig. Er samt megastressuð að það hálfa væri nóg. Er svo hrædd um að setja þvílíka pressu á mig að reyna að bæta Rvk-maraþontímann minn síðan í fyrra og verði ógeðslega fúl út í sjálfa mig ef ég geri það ekki og plús að láta alla bíða eftir mér löngu eftir að þeir eru búnir. 1/2 maraþonið er nefnilega startað 1 og 1/2 tíma eftir heila og þá verð ég svo stressuð því ég yrði aldrei búin fyrr en um rúmlega hálfttvö þar sem hálfa er startað hálfellefu (voðalega er mikið um hálft hér og hálft þar;o) Oh hvað ég óska þess að bæta mig einhvern tímann og það vel og vonandi að ég hangi ekki lengur en í þessa 3.07 sem ég á fyrir í hálfu. Verð að passa mig á stressinu og muna að ég ætla bara að taka þetta sem laaanga og góða æfingu. Svolítið hrædd við 2 "leiðinlegar" brekkur á leiðinni inn eftir, held að það sé skynsamlegast að ég labbi þær heldur en ég sprengi mig alveg og eigi ekkert eftir, veit samt ekki alveg. Man einhver leiðina í hlaupinu, hef aldrei farið í þetta hlaup og man ekki alveg hvernig þessi leið er pottþétt. Það er þá sirka brúin eða rafveitustokkarnir eða hvað sem þetta heitir, Fossvogurinn, Nauthóll og Ægisíðan og tilbaka...? Einhver var að tala um að það væri einhver aukabeygja hjá Nauthól sem þyrfti að fara eða eitthvað svoleiðis, er ekki alveg klár. Svo þarf bara að krossa putta og tær að sumir villistsnillingar fari ekki að týnast þarna einhversstaðar haaa.. Mér finnst ég eigi skilið bikar sem besti ráfuvillarinn eða Lostbikarinn fyrir að týnast;-Þ

Efnafræðin er bara lala... þarf að gefa mér reyndar aðeins betri tíma í hana, skipulagning og púsluspil og alle hele pakken og þá vonandi fer þetta að ganga upp. Eiginlega búin með vonbrigðin með verkefnið um daginn en samt pínu svekkt út í sjálfa mig. Svo er næsta þoltest út af verkefninu á mánudag og fræðslufundur á fimmtudaginn eftir það. Ég verð að bæta mig, það þýðir gjörsamlega ekki annað! Það er bara ekki annað í boði hér á bæ, helst! Plíís að ég bæti mig.

Vá hvað þetta er orðið langt! Jæja, best að hætta þessu bulli og fara að vinna og fara að gera eitthvað af viti. Ætli ég bloggi ekki eitthvað sniðugt á laugardaginn eða sunnudag næst, we´ll see:o)

Knúsiknús, Moi sjálf
Athugasemd(ir):
Vona að þér gangi alveg géééðveikt vel í hálfmaraþoninu! Ég þarf að fara að finna kjarkinn til að skrá mig í eitthvað svona almennilegt hlaup! Haha! :-D
 
Oh takk fyrir þetta:o) Guð hvað ég vona að ég sökki ekki alveg ógeðslega feitt.. hmm.. ;o)

Þú ert nú algjör nagli í hlaupunum, þú átt eftir að rústa þessu öllu saman:o) Það verður t.d. eitt skemmtilegt hlaup 12. apríl rétt hjá Selfossi, Flóahlaupið eða kallast stundum líka kökuhlaupið. Þar verður hægt að fara t.d. 10 km og á eftir er kvenfélagið með kökur og tertur og annað gúmmelaði í boði handa öllum, jammíjamm... slurp.. ég ætla að fara, fitubollan sjálf;Þ

Knús.
 
Glæsilegt hjá þér hugsa sko til þín..Vildi óska þess að geta verið með en helv...pestin er að ganga frá mér..Hugsaðu þetta sem langa æfingu og ekkert stress hafðu bara gaman af...Baráttukveðjur Hildur..
Go girl!!!
 
Hæhæ Sveinbjörg,,,, Fúsi hér,, var að klára að vinna, alveg svaka hress.. jæja mín kæra nú er það mál að halda áfram á fullum krafti enga neikvæða punkta og svo framvegins,, með lengri dögum og vor á leiðinni, er það málið að vera mjög jákvæð og reyna ná markmiðunum sínum.....gogogo.... hvernig er annars í vinnunni... jæja best að fara að sofa heyri í þér með kveðju......VJD
 
Hvernig gekk???
Kv.Hildur
 
Skrifa ummæli
5 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?