Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

þriðjudagur, júní 10, 2008

Á ég.... 

....að taka þátt í Álafosshlaupinu eða ekki?
(Skrifað fimmtudag 11/6: Var að skrá mig rétt áðan í hlaupið, nú verður ekki aftur snúið... hehe.. ;o)

Er í krísu um hvort ég eigi að fara eða ekki. Auðvitað klára ég það sem mér er sett fyrir hendur, of course! Búin að spyrja nokkra vana hlaupara í besta skokkhóps landsins og í heiminum. Þeir sögðu að þetta væri talsvert mikið bratt í byrjun eða upp í móti fyrsta kaflann en færi svo frekar niður á við seinni partinn. Svo er einhver leið á malarveg og yfir einhverja læki eða eitthvað. Þetta eru víst 9.0 km. Á svona feitabolla að prófa? Það væri gott að heyra ef einhver hefur farið og kannski fengið smá pepp í leiðinni:-) Er þetta annars ekki vel merkt og allt það, því þarf ekki mikið til að ég villist hreinlega út í buskann;o)

Annars er bara allt ágætt að frétta. Næstu daga er astmaþjálfarinn búin að setja fyrir mig í plan að byrja að labba á morgnana í 30 mínútur áður en ég fæ mér morgunmat. Má fá mér 1 eða 2 glös af vatni áður. Ef ég fell eitthvað í sykri (sem ég er frekar gjörn á) á ég að taka með mér smá appelsínudjús í brúsa og súpa á. Svo fer ég bara á mínar venjulegu æfingar. Fór semsagt út í gærmorgun og tók 43 mínútur og sirka 3.7 km.

Fór svo aftur að labba í morgun í 30 mínútur og tók eitthvað um 2.7 km eða eitthvað svoleiðis. Svo fór ég í gamni upp í Heiðmörk með henni Helgu Ósk minni og var að draga hana áfram með mér. Þorði ekki að fara á hlaupaæfingu þarna með Laugaskokkinu mínu. Hef eiginlega aldrei farið þarna og ákvað að reyna að rata fyrst og prófa mig pínu áfram áður en ég færi með hópnum. Eins og fólk veit er ég talsvert mikið ratvillt manneskja að það hálfa væri nóg. Tók nú bara litla 1.78 km á 18 mín. og fór nokkuð hratt sko, aðeins að æfa sprettina;o) Bara smá svona til að átta mig á staðnum. Þetta gekk bara vel, en guð hvað er fallegt þarna að það hálfa væri nóg og engin bílaumferð og læti, alveg heavenly bara:) Ætlum að fara aftur á Sunnudaginn. Svo um kvöldið fór ég 10 km í dúlleríi. ekkert að flýta mér enda í sumarfríi. Tók það á sirka 1.30 klst.. Fór bara hingað og þangað.

Svo ætla ég að hitta Helguna mína í fyrramálið og labba í 30 mínútur. Ætla að vera dugleg að draga hana með mér:) Ætlum í Elliðarárdalinn að dúllast. Svo er bara hlaupaæfing og býst við að ég taki 13 km í Fossvoginum, wish me luck:)

Knús og kram, Moi sjálf

P.s. ætlar einhver að hjóla í RVK-maraþoninu? Var bara að pæla hvort einhver nennti að hjóla með mér og halda mér við efnið og ýta mér áfram fram að endalínunni. Launin eru RISA, RISA STÓRT KNÚS!!! Bara pæling sko:)
Athugasemd(ir):
Auðvitað tekurðu þátt! Ekki spúrning! Verður bara reynslunni ríkari eftir það! :-)

*Smáa letrið* Held ég gefist upp fyrir mjaðmarveseninu hjá mér og hvíli hlaupin í 3-4 vikur eins og mér var ráðlagt... fyrir löngu! :-P En eftir það þá gerist ég sko hardcore Laugaskokkari! Fer reyndar til Barcelona 4. júlí og verð í 5-6 vikur... en SVO gerist það! :-D Haha! :-P
 
Sjálfsögðu verður þú með. Álafosshlaupið var mitt 1. keppnishlaup í fyrra og lengstur hlaup þangað til. Ég man ekkert eftir lækum til að stökkva yfir. Það er bara óskup venjulegt hlaupaleið með smá brekkum og malavegskafla. Ekkert mál.
Kveðja Corinna
 
....oooO...............
.....(....)................
......)../....Oooo.....
.....(_/.....(...)........
..............)../
..............(_/.........
...........................
......oooO...............
.....(....)................
......)../....Oooo.....
.....(_/.....(....).......
...............)../........
..............(_/.........
...........................
......oooO...............
.....(....)................
......)../....Oooo.....
.....(_/.....(....).......
...............)../........
..............(_/.........
...........................
... Ég var .............
.......... hér ......
 
Takk fyrir þetta Júlíana mín:) Þú verður að lofa að passa mjöðmina þína og fæturna. Vil endilega fá þig í besta skokkhóp landsins og þótt víðar væri leitað:o)

Corinna: Svo kom í ljós að það voru engir lækir. Var þvílíkt stressuð yfir því að það hálfa væri nóg, það var búið að segja að það væru lækir sem þyrfti að hoppa yfir. Þetta var bara mjög skemmtileg leið verð ég að segja.

Æi hvað þetta var krúttlegt og töff hjá þér Fanney mín**
 
Skrifa ummæli
4 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?