Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

sunnudagur, júní 01, 2008

STÓR"merkilegur" áfangi;o) 

Ótrúlegt en satt... ...eeeeen..... ....feitabollan mikla á 2ja ára hlaupaafmæli í dag, jedúdda mía!! Hún á afmæl´í dag.... ...lalala... ;o)

Trúi þessu varla. Fyrir sléttum tveimur árum fór ég á mína fyrstu hlaupaæfingu og hélt ég myndi aldrei mæta á aðra æfingu því ég skammaðist mín svo hrikalega fyrir sjálfa mig, hélt ég myndi bara deyja og sérstaklega úr skömm. Í fyrsta lagi, sá ég mig sjálfa innan um allt þetta fólk í frábæru formi. Man hvað ég bakkaði mig smám saman úr hópnum svo engin(n) væri að "glápa" á mig. Í öðru lagi, var ég næstum dáin úr mæði og astma að það hálfa væri miklu meira en nóg, var rétt svo komin að nýju fótboltastúkunni þegar ég hélt að ég væri að kafna og eldrauð eins og karfi í framan, er ekki að grínast sko. En einhvern veginn mætti ég aftur, af einhverri ástæðu og hef verið að síðan, rosa merkilegt eða þannig, heil 2 ár meðan aðrir kannski búnir að vera að í 20 ár! hehe... ;o) =-) Búin að "afreka" að klára slatta 10 km hlaupum, 2 hálfmaraþon og 1 þriggja tíma hlaup. Býsna ágætt svona í heildina, er það ekki? :) Plús að heilsan er þúsund sinnum betri heldur en þá en auðvitað er langt í land ennþá en ég vona að það gerist gott með tímanum, þýðir víst lítið annað.

Hlaupavikan einkenndist bara af blessuðum sprettum niður og labbi upp Brúnaveginn nokkurn veginn. Á mánudaginn fór ég 5.2 km, þriðjudaginn tók ég 5.0 km, miðvikdaginn 6.0 km og á laugardaginn sleppti ég sprettum og tók rólega 10 km, var búin með þessa tíu daga spretti, jibbí;o) Vikan gerði nú ekkert spes eða 26.0 km eða eitthvað svoleiðis, en það var út af þessari áherslu á hraðann sem skipti máli en ekki lengdin en nú byrja ábyggilega lengdaræfingar, þarf að fara hitta á herra foringja á morgun:) En þetta gengur ágætlega bara.

Skrópaði á fimmtudaginn út af skjálftanum ("Afsökun" haaaa:) Sem betur fer fann ég ekki fyrir honum, var að keyra og heyrði ekkert fyrr en Fúsi bró sendi mér SMS og sagði:" Vá, þetta var hörkujarðskjálfti mar!" Hélt að hann væri eitthvað að djóka í mér eða eitthvað en það kom síðan annað í ljós. Er svo jarðskjálftahrædd að það hálfa væri nóg. Nóg að finna smá titring eða minna en það að ég verði yfirdrifið móðursjúk af hræðslu. Systir mín og hennar familía eru á Selfossi og það var allt í rústi hjá henni en þau sluppu sem betur fer ómeidd, en það munaði samt litlu. Hafði svo miklar áhyggjur af öllu á Selfossi, af systur minni og co., svo fullt af vinum sem ég á þar að ég var á fullu að senda SMS á alla til að fullvissa mig um að það væri í lagi með alla. Ég gat bara ekki farið á æfinguna. Hafði enga einbeitingu í það, þar að auki var mamma og bróðir minn í bænum og komust ekkert strax austur út af lokunum á vegum þannig að þau voru hjá mér þangað til að það var í lagi að fara af stað. Úff hvað það var gott að það voru bara minniháttar meiðsl á fólki en ekki meira. Maður hugsar bara vel til allra fyrir austan núna.

Jæja, best að hætta monti og blaðri og öllu þar inn á milli í bili;o) Æfing á morgun, plííís ekki brekkusprettir..... Svo er það bara sumarfrí á föstudag eftir næturvaktina á fimmtudag, er farin að telja niður, orðin dálítið þreytt;-)

Knús og big love, Moi sjálf
Athugasemd(ir):
Sælar til lukku með áfangann, man þessa æfingu eins og gerst hefði í gær!! Já væna mín, þú hefur aldeilis afrekað síðan þá!!Sé þig ekki fyrr en á miðvikudag..
kv.Hildur
 
Til hamingju með 2 ára hlaupaafmælið! Stórglæsilegt hjá þér skvísa!!!
gott að heyra að þitt fólk á selfossi fór ekki illa út úr skjálftanum,
knús, Helen
 
Til hamingju með hlaupaafmælið!!! :-D Oh mig langar að vita nákvæmlega hvenær ég byrjaði að hlaupa... og heimta svo alltaf pakka á "afmælisdeginum"! :-D Ég þarf bara að fara að mæta á Laugaskokksæfingar... og byrja að telja frá þeim degi! :-D Hef nú samt mætt á alveg... uuu... HEILAR TVÆR æfingar! *GASP* Haha! :-D
 
Takk kærlega fyrir þetta dömur mínar, er rosa glöð með þetta:o)

Hildur: Jesús, manstu hvernig fyrsta æfingin var? Held að það hafi verið einn af mínum nokkrum "low point" hehe.. svona án gríns.

Helen: Já, ég er rosa fegin að þau sluppu alveg ómeidd. Eru að átta sig á aðstæðunum og taka til og svoleiðis. Knús tilbaka:)

Ungfrú Júlíana: Endilega koma á Laugaskokksæfingu, mana þig:Þ Hefurðu í alvöru komið á tvær æfingar? Er það langt síðan?:) Hey já, auðvitað á maður að heimta pakka fyrir hlaupaafmæli (en bara hlaupa en ekki annað.. haha...;o) og sín eigin. Þá myndi ég eiga afmæli 1. júní og 30. júní, hehe... sama mánuðinum meira að segja;o)
 
Hvað segirðu... manarðu mig!? :-O Ohhhh ég VERÐ eiginlega að mæta þá! :-S Ég er ekki þekkt fyrir að taka ekki mönun! :-P
En já... ég hef mætt á tvær... haha! Tveir kennararnir mínir eru í hópnum... þær hafa náð mér á tvær æfingar! :-P En jú... reyndar soldið síðan!
En já ég ætti bara að byrja að mæta í þessum mánuði líka! Þá ætti ég líka afmæli tvisvar í mánuðnum! :-D

Ég er bara svo hrædd um að vera svo léleg á miðað við alla aðra! :-P
 
Sagði ég virkilega "en já/jú" þrisvar í þessu kommenti? Haha! *Roðn*
 
Hehe... þú ert bara algjör snillingur:O)En ég mana þig algjörlega til að koma;o)

Bíddu, eru það nokkuð Sóla og Ásta? Þær eru náttúrulega algjörir snillingar:)

Held að ég sé að herma eftir þér, 2x snillingar og 3x algjörlega... haha... Þú erfir það kannski ekki við mig, er algjörlega ósofin á næturvakt... ZZzz... geisp:)
 
P.s. (hermikráka dauðans, sorry:)

Þú ert sko alls ekki léleg miðað við aðra, you´re talking to me you know:) Og ég er sú aaaaallra hægasta skal ég segja þér:þ (án gríns sko:-)
 
Jú jú... það eru Sóla og Ásta! :-D Bestustu bestu kennararnir mínir verð ég að segja! :-D Maður náttúrulega þorir ekkert að mæta þegar þær ætlast til að maður bara hlaupi með þeim!!! Haha! Þori ekki einu sinni að reyna! :-P Hehe... djók... haha... ein að kenna þeim bara um að maður mætir ekki! :'-D

Fékk reyndar í hnéð á fyrstu æfingunni minni og þurfti að stoppa eftir um kílómeter... hehe! Byrjaði ekki vel sem sagt! :-P

Hmmm... en veistu... þessi mönun frá þér er bara svolítið freistandi skoooo! Hmmmmm...

En hey... á ekkert að fara í kvennahlaupið!? :-D
 
Heyrðu, held svei mér þá að ég ætli að kíkja þetta árið með vinkonu minni. Fer kannski 10 km, veit ekki:) Ætlar þú?

Nú held ég áfram þar til þú bugast... MÖNUN, MÖNUN... :D Hehe... :)
 
Til hamingju með hlaupafmælið!
Stórglæsilegt hjá þér.
Kv. Guðrún Lauga
 
Jú jú... ég ætla í kvennahlaupið! :-D

En oh... ég verð að taka þessari mönun! Þýðir ekkert annað! Þá er bara spurning um hvenær ég ætti að mæta!!! :-D
 
Guðrún Lauga: Takk fyrir þetta sæta mín. Nú er bara fylgst með á fullu hvort eitthvað sé að gerast hjá verðandi stórfjölskyldu:) Knús á ykkur:)

Ungrfrú Júlíana: Jess, er mér að takast ætlunarverkið mitt? Jibbí:-) Hvernig væri t.d. að koma á mándaginn..? :)

Knús.
 
Hmmm... mánudaginn? Klukkan hvað???? Ég er nefninlega eitthvað að vesenast í sumarskóla allan júní!!!
 
Vesen er á þér stelpa að vera í skóla um sumar.. hehe.. ..djók;o)

Allavega eru æfingarnar á mánu-mið- og fimmtudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 09:30

Þú sérð bara til hvenær þú kemst en það væri rosa gaman að sjá þig á æfingu og rústa feitabollunni:þ Átt eftir að stinga mig af;o)

Oh, verð víst að fara blogga eitthvað smá, nenni samt ekki, löööööt!!!
 
Hmmm... ég þarf alltaf að vera mætt upp í skóla kl. 8 á þessum dögum... helduru að það sleppi ekki!? :-P
 
Gætir t.d. ákveðið að fara bara í sirka klukkutíma. Nærð ábyggilega fullt á þeim tíma. Yfirleitt eru mánudagsæfingarnar tæpan klukktutíma en ógeðslega erfiðar, þá eru oftast sprettir, jibbí (NOT!);o)
 
SPRETTIR!? Whaaa? :-O

Þetta hljómaði ekki mjög freistandi! Haha! :-D
 
Jújú elskan mín. Það er svo hollt og gott að taka dálitla spretti ("smá" Pollýönnuleikur;o)

Þú gerir bara eins og þú getur og ekkert annað og þá gengur allt upp, vittu til:) Þú ættir að sjá mig stundum. Er algjör lúði lúðanna í sprettum:þ Svona án gríns:)
 
Hmmm... hvernig eru þessir sprettir eiginlega? Er maður látinn hlaupa 1 km á milljón og svo anda í 5 sekúntur og svo byrja aftur... og það sinnum milljón? Er þetta gisk eitthvað nálægt þessu!? :-P
 
Úff, það eru svo margar útgáfur og mismunandi hvað er notað.

Stundum eru brekkusprettir. Hlaupið upp brekkur (ég labba oftast í svona 99% tilfella;o) og sprett líka niður brekkur og það er góð æfing til að lengja skrefin sín.

Stundum á maður að spretta eins og þú segir einhverja smá spotta á jafnsléttu eins hratt og maður getur og labba sig pínu niður og svo aftur af stað aftur. En eins og ég segi er þetta mjög mismunandi en þetta styrkir þolið:o) Get nú samt ekki sagt að ég hafi rosalegt vit á þessu.. hehe.. ;-)
 
Hehe jæja... ég mæti þá bara! Ég tek mönuninni! ;-D Mánudaginn kl. 17:30! :-D
 
GLÆSILEEEEEGT!!!!! Mér tókst það, jibbííí:o)
 
Skrifa ummæli
23 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?