Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

föstudagur, september 12, 2008

Ætli það sé komin tími á blogg... hmm... 

Ætli maður reyni ekki að bæta aðeins úr bloggleysi dauðans síðustu daga hér með:) Best að nota tímann þegar ég er á næturvaktinni og það er rólegt (7-9-13)

Það er búið að vera kreisýdeisýleisý brjálað gera hjá mér síðustu 2 vikur. Búin að vera að vinna eins og ég veit ekki hvað. Er semsagt búin að skipta yfir í 50% næturvaktir. Það eru dálítil viðbrigði verð ég að segja en vonandi venst þetta fljótlega. HNE deildin sem er búin að vera hjá okkur í sumar er semsagt alflutt til okkar sem ljósjan ég var að fatta þannig að nú vinn ég á fimm deildum, vá hvað maður er fjölhæfur, hehe.. Þá get ég sagt að ég vinni á: Bruna, lýta, háls, nef- og eyrnadeild. Jahérna runan í einu orði :þ

Er að komast í gang aftur eftir maraþonið. Fór minnir mig um sirka 38 km í síðustu viku og synti 1 km, merkilegt nokk! Er aaalltof löt að fara í sund og ræktina, er bara nánast búin að einblína bara á hlaupin í sumar. Ætla að reyna að vera duglegari að koma hinu að í haust:) Er komin í þessari viku með 33 km í þessari viku og svo er það 3ja tíma hlaupið (Jónshlaup) á laugardaginn en þá ætla ég að gera mér lítið fyrir og skokka 2 km hring í samfleytt 3 tíma, heví stuð sko;D Fór í þetta hlaup í fyrra og það var rosalega skemmtilegt þrátt fyrir öööömurlegt veður. Það er reyndar búið að spá rigningu á netinu en maður vonar það besta bara, kross áör fíngers!!;-)

Í dag fór fram á vegum spítalans (LSH, svo formlegt skilur´u:o) fyrsta Landspítalahlaupið. Þetta er semsagt 6 km leið og á að vera þannig að allir geti farið og verið með hvort sem maður hleypur eða labbar, bara fyrir alla fjölskylduna. Hélt fyrst að þetta væri bara fyrir starfsfólkið á spítalanum en annað fólk mátti víst vera með en samt ekki í sveitakeppninni. Allavega, þetta var rosalega skemmtilegt hlaup og svo rosalega vel að því staðið og allt til fyrirmyndar (enda var Fríða Rún mín ein af þeim sem skipulögðu:o) Það var startað við Landakotsspítala og farið þaðan út í Fossvog. Fengum lögreglueftirlit og fylgd og allt. Svo var fullt af starfsfólki að vísa manni veginn og meira að segja nokkrar kanínur í Öskjuhlíðinni sem skottuðust með manni nokkra metra á göngustígnum, ekkert smá fyndið. Svei mér þá ef þetta var bara ekki alveg nálægt RVK-maraþoni í gæðum og það voru ekkert smá margir sem mættu sem annaðhvort hlupu eða röltu og gengu. Það gekk bara ágætlega í heildina. Kláraði á 57 mínútum og einhverjum sekúndum betur, hef svosem verið verra en þetta sko. Var bara sátt þannig að vera undir klukkutíma. Fékk reyndar ogguponsu móral þegar maður heyrði að þeir efstu hefðu verið á ca. 24-28 mínútum, ÚPS! Átti reyndar mjög erfitt síðustu 2 km. Fór nefnilega út á spítala um leið og ég vaknaði liggur við, gleypti hálfan banana og ekkert meir, var orðin næstum bensínlaus og fór síðasta partinn á bensíngufunum liggur við, fann að ég var við það að fara í sykurfall, farin að fá hungurverki og titra smávegis. en það reddaðist. Það var svo æðislegt að koma í mark í grasinu við spítalann, því að stelpurnar mínar á deildinni stóðu úti á svölum og öskruðu og hvöttu mig að það hálfa væri nóg og ég öskraði á móti, hehe... Fannst það alveg geggjað, STÓRT TAKK skvísurnar mínar:) Það var ekkert annað starfsfólk úti á svölunum af hinum deildunum að fylgjast með þannig að ég var svolítið montin. Fannst svo æðislegt að þær mundu eftir þessu. Ætlaði að búa til mína sveit en liðið mitt "beilaði" á síðustu stundu, þvílíkt svekkjandi sko og það fór svo að ég og einn lýtalæknirinn og reyndar einhverjir HNE læknar sem héldum heiðrinum fyrir A-4, hehe.. En þetta var ofsa gaman og verður ábyggilega haldið aftur miðað við fjöldann sem kom í dag. Guðlaugur Þór heilbrigiðisráðherra lét sjá sig og svona, var þvílíkt flottur karlinn í rosa flottum jakkfötum og með fagurbleikt bindi. Hann sagðist ekki vera mikill hlaupari þegar hann var spurður af hverju hann hljóp ekki og svo var hann að fara í matarboð kl. 19:00. Svo afhenti hann verðlaunapeninga og fór í myndatöku með verðlaunahöfum, þvílíkt hnarreistur í sínum flottu fötum.. hehe.. bara algjör töffari.. hehe..

Talandi um vinnuna. Búið að vera margt og mikið að gerast fyrir utan næturvaktirnar. Af því að HNE deildin er flutt til okkar, þá hafa HNE læknarnir verið með fyrirlestra fyrir okkur kjúklingana á lýta og bruna. Alveg talsvert margir fyrirlestrar og mjög fróðlegir og skemmtilegir. Vona að maður muni eitthvað af þessu sem þeir sögðu. Fáum nú líklegast glærurnar frá þeim og svoleiðis, þá verður það miklu skárra. Svo í gær (miðvikudag) fékk ég svo að fylgjast með skurðaðgerð. Það var geðveikt gaman. Það var svo óvænt margir sjúkraliðar á vakt og deildarstjórinn gleymdi að skrifa mig á töfluna þannig að þegar hún sá það spurði hún hvort ég vildi sjá aðgerð og ég var sko mikið meira en til í það. Hún spurði mig hvort ég væri búin að borða en ég var að sjálfsögðu ekki búin að því (nenni aldrei að borða áður en ég fer í vinnuna) þannig að hún lét mig hafa næringardrykk og mikið óskaplega eru þeir vondir. En þetta var semsagt lýtaaðgerð. Var verið að gera aðgerð á nefi og tekin húð annarsstaðar og grætt á. Þetta var þvílíkt spennandi. Fór í grænan skurðstofubúning, algjör gella. Fylgdist með svæfingunni og svo þegar manneskjan var vakin og fylgdi henni á vöknun. Þvílíkt handavinna sem þetta er og saumaskapurinn, vá. Þetta er svo lítið svæði á nefinu og það er ótrúlegt hvað þetta var flott gert hjá lækninum. Var bara algjör snilld að fá að sjá þetta. Fannst ekkert hræðilegt að sjá þegar það var verið að skera og blóðið og svoleiðis.

Úff, ætli ég sé að gleyma einhverju...? Já, fór með Jórunni í Heiðmörkina á þriðjudag og hlupum þar 7 km í grenjandi rigingu á köflum. Alveg megastuð sko. Við kíktum á gamni á berjalyngin þegar við vorum í skokkinu og það kom okkur skemmtilega á óvart að á nokkrum stöðum var alveg krökkt í bláberjum og auðvitað stoppuðum við þar og fylltum á tankinn að hlaða okkur af berjum. Voru svo fersk og góð, jammí bara... slurp..

Jæja best að fara að hætta þessari munnræpu og reyna að fara að gera eitthvað viturlegt í vinnunni. Oh svo er ég að verða lasin. Búin að hnerra í alla nótt sem þýðir bara eitt og farið að svíða í hálsinn við að kyngja og orðin nefmælt:/

BIIIIIIG KNÚS, Moi sjálf
Athugasemd(ir):
Hæ skvís, dugleg ertu..leiðinlegt með misskilning með 6 og 3 tíma hlaupið..Þú áttir greinilega ekki að hlaupa þetta hlaup!!! Vonandi sjáumst við á æfingu á mánudag..
kv.Hildur
 
Leiðinlegt með 3 tíma hlaupið! Rúllar því bara upp næst!

En ég sé að ég er komin í tenglana! Ég þakka! :-D
 
Takk fyrir þetta Hillan mín:) Fríða Rún sagði það sama, að einhver hlyti að hafa stjórnað því. Hún var svosem ekki hrifin af því að ég færi svona slöpp.

Kem líklegast ekki á mánudag því ég er að fara í nuddtíma og er með þessa hálsbólgu en ég ætla að reyna að koma á miðvikudaginn. Kemurðu þá?:)

Takk fyrir þetta og sömuleiðis ungfrúin Júlíana mín góða:) Vona að það gangi upp næst.

Knús.
 
Gæææææti verið að ég hafi séð þig í Griffli um daginn!? :-)
 
Hmm.. Það gæti sko vel passað að þú hafir séð bolluna MIKLU.. hehe.. :o)
 
Þú varst að kaupa einhverjar efnafræðibækur ef ég man rétt ;-)
 
Eða réttara sagt skila þeim sko. Ég er nú bara ekki gáfaðari en það að ég keypti vitlausar bækur, þ.e. eftir allt annnan höfund! ARG! Svo voru réttu bækurnar búnar út um allt en reddaðist á endanum, hjúkk maður.. :)
 
Bwahahaha! :-D Gott að þetta reddastið! ;-)
 
Skrifa ummæli
8 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?