Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

laugardagur, janúar 31, 2009

Blogga eða ekki blogga... 

Er þetta nógu skemmtileg bullpár hjá mér? Er bara að pæla, er svo hriiikalega löt eitthvað þessa dagana en sjáum hvað ég næ að bulla fram núna hvað er búið að vera að gerast í djanúarý...

Fjallaæfingin sem átti að vera í byrjun janúar frestaðist um óákveðinn tíma vegna snjóleysis í Bláfjöllum en það er aldeilis ekki eins snjólaust núna! ARG nr. 1! Finnst þetta ferlegt, ég þoli ekki snjó og fyrr má nú aldeilis fyrr vera snjór, án gríns. Ég er lokuð inni í innkeyrslunni. Er sko ekki í stuði fyrir að moka og moka og svo loka þeir sem eru að skafa göturnar mig alltaf aftur inni, ARG nr. 2!

10. janúar héldum við upp á afmælið hjá Fúsa bró og það var ótrúlega gaman og það komu þvílíkt margir. Byrjaði með smá partý heima hjá vinum hans og svo var haldið upp í Keiluhöll og teknir nokkrir leikir og svo var aðalpartýið niður í bæ á stað sem heitir Highlander eða eitthvað svoleiðis. Var bara voða kósý, smáréttir og drykkir í boði. Skemmtu allir sér rosa vel held ég, allavega get ég sagt það fyrir mína parta:-)

Helgina eftir afmælið fór ég í sumarbústað með Fúsa bró og þremur vinum okkar. Það var geggjað gaman í æðislegum bústað og það var ansi oft í pottinn og chillað. Fórum á Gullfoss og Geysi og létum held ég eins og hinir verstu túristar, það verður einhver að gera það. Það var reyndar eitt sem skyggði á þessa alveg ágætishelgi.

Þegar við vorum að fara heim í bústaðinn frá Geysi og þaðan komum við að bílslysi. Þar var ung stelpa búin að velta og komum við rétt eftir að þetta gerðist. Ég fékk svo mikið "flashback" frá mínu slysi að það hálfa væri nóg og það voru akkúrat 2 mánuðir þennan dag frá því það gerðist. Það var eins og það hefði slokknað á mér tímabundið. Ég stökk út úr bílnum áður en hann var alveg stoppaður og öskraði á liðið svona 4 sinnum eða eitthvað að hringja á neyðarlínuna og stökk að bílnum og kíkti inn í hann og þá var stelpugreyið að skríða út með hjálpa hjóna sem voru rétt á undan. Ég veit ekki fyrr en ég er búin að taka stelpuna að mér og öskraði á krakkana að koma með úlpuna mína og vettlinga til að hlýja henni og setti hana í frammísætið hjá okkur og tékkaði á henni og svona meðan við biðum eftir foreldrum hennar sem búa þarna rétt hjá. Hún var sem betur fer ómeidd nema með smá skrámu í lófanum en OK. Hélt aftur af mér þangað til hún var farin og þá brotnaði ég saman og tók mig smá tíma að jafna mig. Stelpan var nákvæmlega eins og ég var þegar ég lenti í mínu veseni og þetta var bara þvílíkt flashback að það hálfa væri nóg:(

Já, smá komment með neyðarlínuna, það náðist ekkert samband!! Það var hringt úr Vodafone síma en kommon!! Það á að nást í neyðarlínuna allsstaðar, hélt ég allavega. En allt fór þó vel þó þetta hafi ekki litið vel út fyrst. Það var mikill snjór og flughálka og slæmt skyggni.

Ja, síðan er bara búin að vera vinna eins og kreisý og sjúkraþjálfun þar inn á milli og svo var efnafræðin að byrja aftur. Ég bara kem mér bara ekki inn í hana aftur, gæti verið pínu neikvæð fyrir hana, finnst ég vera búin að gleyma því litla sem ég náði að skilja í þessu dóti.

Það var fjallganga í dag þar sem farið var á Helgafell en ég gerði mér lítið fyrir og fór ekki:-( Ég er barasta núna síðan á miðvikudaginn steinliggja í flensu. Ég er ALDREI veik, bara ALDREI nema smá hálsbólga í 2 daga og búið. Argasta vesen á mér að verða veik núna. Ég hef engan tíma í að vera veik... ARG nr. 3! Er búin að vera með hálsbólgu, hita, þvílíkan þrýsting í höfðinu, hnakkanum og eyrunum og aum út um allt. Er orðin eitthvað minni í hita núna en ég er svo slöööpp að það hálfa væri nóg. Hef varla borðað neitt síðustu 3 daga og nánast sofið út í eitt. Ég bara vona að þetta fari að lagast, er orðin ógeðslega þreytt á þessu ástandi.

Jæja, best að fara að kúra meira og kannski kíkja í bækurnar nema ég geri það kannski á morgun.

Knús, Moi sjálf

P.s. Ég skora á hana Hillu mína að fara að blogga aftur, sakna þess mjög að skoða bloggið þitt:-)

sunnudagur, janúar 04, 2009

Gleðilegt nýtt ár:-) 

Gleðilegt nýtt ár elsku fólkið mitt:-)

Jæææja þá, er auðvitað í vinnunni að pára þetta, liggur við að ég búi þar stundum:þ Var að pæla hvort ég ætti að vera með einhvern spes annál yfir síðasta ár eða ekki. Það gerðist svosem ekkert óvenjulegt merkilegt en sjáum hvað ég get babblað miklu bulli út úr mér;-)

Fyrriparturinn af árinu var betri heldur en sá síðari finnst mér.

Veit eiginlega ekki hvað ég á að bæta meiru við þarna en þetta er svona sirka highlight-ið á árinu sem leið, eins og ég segi, ekkert mjög merkilegt í heildina en bara svona lala..

Hafði það annars bara alveg mjög gott um jólin. Var í talsverðu fríi og gerði ekki neitt bókstaflega, letin í manni. Fékk mikið af fallegum og yndislegum gjöfum, takk fyrir mig allir:) Var reyndar talsvert heimsk að fara austur í brjáluðu veðri á Þorláksmessu, ég sagði það meira að segja það við sjálfa mig upphátt þegar ég var komin niður af heiðinni. Það var bilað veður á heiðinni, kolsvarta myrkur, grenjandi rigning og endalaust sviptivindur og í fyrsta sinn síðan ég lenti í slysinu sem ég var að fara yfir heiðina. Þegar ég sá staðinn sem ég lenti á láku tárin niður ósjálfrátt hjá grenjuskjóðunni og hjartslátturinn var að drepa mig vægast sagt. Þetta var ótrúlega óþægilegt og gerðist líka á leiðinni heim úr sveitinni, þá sá ég staðinn betur og sá að ég lenti nær fjallsbrúninni en ég hélt og að ef ég hefði oltið þá hefði ég farið niður Kambana og grenjuskjóðan ég byrjaði aftur og þessi óþolandi hjartsláttur. Þoli ekki þennan aumingjaskap. Það er margt fólk sem lendir verr í þessu en ég. Má bara vera fegin að vera á lífi og hætta þessu bévítans væli og hana nú! Smá útrás hjá sumum...

Annars er það bara vinna dauðans. Var á Gamlárskvöld og síðan á næturvöktum þessa helgina og allt kreisý. Svo er það bara sjúkraþjálfun og prógramm á fullu og fjallaæfing næstu helgi og astmaæfing í vikunni og svo verður afmælispartý hjá Fúsa bró á laugardaginn. Hann er að verða þrítugur á mánudaginn elsku kallinn:-)

Best að fara að gera eitthvað af viti, hlakka til að fara heim að lúlla:)

Knús á línuna, Moi sjálf

This page is powered by Blogger. Isn't yours?