Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

mánudagur, október 22, 2007

Af hverju er maður alltaf að sökka feitt...? 

Var eitthvað að sökka hrikalega í dag að það hálfa væri milljón sinnum meira en nóg:o( Er alveg hrikalega óánægð með æfinguna hjá mér í dag. Það er reyndar búið að vera alveg klikkað veður en það er engin afsökun. Ætlaði meira að segja að mæta ekki út af veðrinu en sparkaði í rassinn á mér og mætti þó.

Var búin að ákveða að fara Brúnaveginn eins og við gerum á mánudögum á veturna en svo var veðrið eins og það var; grenjandi riginig og brjálað rok, það var bara allt gjörsamlega allt á floti að það var barasta ekkert fyndið. Svo nennti engin að fara í Brúnaveginn og sumir ákváðu að fara hálftímann og sumir 8 km með einhverjum slaufum í lokin en mig langaði samt í Brúnó þannig að það var alvarlegur valkvíði hjá sumum í gangi.

Þannig að það varð hálftíminn fyrir vali. Gekk vel fyrstu mínúturnar upp á Laugarásinn en síðan sökkaði ég rosalega feitt. Fæturnir voru eins og trédrumbar, var eitthvað svo þung á mér eitthvað (held að bjúgurinn sé að hjálpa til, búin að vera virkilega slæm um helgina) að það endaði með því að ég labbaði ábyggilega helminginn af leiðinni og svo hjálpaði ekki til að ég var í geðveikum pissuspreng ofan á þetta allt! Alveg hrikalegt að lenda í pissuspreng á miðri æfingu, not verý gúd. Það endaði að ég stytti mér leið um vogana og aftur í Laugar sem gerði að 4.7 km, frekar mikið lélegt:o/ Var að sjálfsögðu eins og allir hinir rennandi blaut og ískalt og fór strax heim í sjóðandi bað sem var mjög næs. Þetta minnti barasta aðeins á 3ja tíma hlaupið en ég held samt að 3 tímarnir hafi verið aðeins verri því rigningin var aðeins kaldari en ég fékk alveg geðveikt flashback;o)

Æi, þurfti að pústa smá af þessum aumingjaskap í dag, ætlaði að vera svo æðislega dugleg að taka 4 Brúnavegi en þá verð ég bara að tækla 5 í næstu viku! Sjáum til hvernig það verður;o)

Svo er bara vinna á morgun (5. vaktin í röð... Zzz...) og æfing á miðvikudag.

Kær kv. Moi sjálf
Athugasemd(ir):
Hvaða hvaða sumir mættu ekki einu sinni vegna veðurs.. þá eru nú nærri 5km. betri en ekkert..
kv.Hildur
 
Æi ég veit, það er reyndar dálítið sannleikskorn í þessu hjá þér en ég var samt eitthvað svo ósátt að geta ekki skokkað meira heldur en ég gerði. Kannski geri ég of miklar kröfur á sjálfa mig, veit það ekki en mig langar svo að standa mig.

Knús, Sveinbjörg.
 
Þú ert sko að standa þig Sveinbjörg mín..Svo getur bara líka verið þreyta í þér.Þú hefur ekki tekið þér neina pásu..En ætlar þú í haustmaraþonið..Mig langar soldið í hálft
kv.Hildur
 
Ohh... það hljómar svo freistandi, búin að hugsa svo mikið um það en mér finnst ég ekki nógu undirbúin...

Ætla pottþétt í Marsmaraþon, allavega að stefna að því:o)

Knús og kram, Sveinbjörg M.
 
Hæ við Kolla erum búnar að skrá okkur :o)
 
Duglegu stúlkurnar mínar:o) Ég skal sko hugsa rosa, rosa mikið til ykkar.
Ef ég hefði pælt í þessu fyrr, alltaf meira klúðrið í manni:o/ Ætla að mæta í staðinn í marsmaraþon tilbúin í slaginn;-)
Held að ég sé að leggjast í eitthvað kvefdrasl, arg..
Knús, Sveinbjörg M.
 
Skrifa ummæli
6 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?