Create your own banner at mybannermaker.com!
MySpace Backgrounds <$BlogRSDUrl$>

ÉG HEITI/MY NAME IS/ICH HEIßE/ME ILLAMO MARÍA, SVEINBJÖRG MARÍA $;O)

mánudagur, febrúar 11, 2008

Mánudagur, geisp ala leti... 

Jæja, dreif mig loksins á æfingu eftir að hafa gert ekki neitt í heila viku, dúddamía. Er orðin miklu skárri (aðallega afgangar lengst inni í lungunum, finn fyrir því þegar ég hósta) þannig að ég nennti ekki að væla meira og dreif mig af stað þótt maður væri líka dauðþreyttur og búinn á því eftir vinnuna.

Verð því miður að viðurkenna að ég sökkaði gríðarlega feitt en fór þó pínuponsu meira heldur en síðast, eða 7.1 km og talandi um sögulega lélega tíma, þá er ég alltaf að bæta þau met, damn it! Fór þetta á *hóst*1.21.19 klst.*hóst* Til að afsaka mig enn og aftur, þá voru hreint hrikalegar aðstæður til að gera eitthvað af viti. Fljúgandi hálka og ósléttir gangstígarnir af þessari hálku. Þetta var bara hrikalega erfitt og auðvitað má ekki gleyma slabbinu og hlákunni og pollunum. Er svo hrædd við hálku að það hálfa væri nóg og hraðinn fór semsagt ekkert á skrið. Týndi auðvitað hópnum í byrjun þannig að ég fór bara mína eigin leið. Tók rúmlegan hálfan Brúnavegshring, tæplega heilan hálftíma og dundaði mér eitthvað inn í dal. Gekk bara vel en var frekar mikiðmikið þreytt í lokin. Þarf að fara drífa mig og standa mig miklu betur, vona að það gerist:)

Svo er það bara líklega Fossvogurinn á miðvikudaginn og vonanadi tekin ein 10 kvikindi, kross áör fíngers;o) Læt þetta blessaða bull duga í dag

Knúsíkrús, Moi sjálf

P.s. Afsakið ef þetta hljómar skringilega eða eitthvað skrýtið, þá er ég orðin svo þreytt að svefngalsinn læðist hérna um mig... hmm.. ;o)

P.s. Sigrún Birta dúllurúsínan mín er fjögurra ára í dag, til hamingju skvísan mín, orðin svo stór:o) Kysskyss*

Athugasemd(ir):
Flott hjá þér..Ég er komin með ógeð á þessari færð og kulda..Nú er það bara bretti á næstunni hjá mér..Veik nánast alla síðustu viku og núna er ég svo kvefuð að ég næ varla andanum..Hlakka til að fá auðar götur og hlýrra loft..
kv.Hildur hormunda
 
Skrifa ummæli
1 Athugasemd(ir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?