Jamm og jæja eins og amma góða sagði alltaf, þá er næsta fjallganga á morgun og verður haldið í Esjuna á Þverfellshorn eða hvað sem það heitir nú. Þá á allavega að stefna að því, allavega á að fara upp að "Steini" og ég.... ...stefni að því að komast eins langt og ég get. Vona að ég komist alla leið á þrjóskunni. Veit að ég er langsíðust en það verður að hafa það, ef ég kemst það sem ég ætla mér, þá er mér nokk sama. Vil bara ekki láta fólk bíða eftir mér í 30 klukkutíma eða eitthvað eða láta senda leitarflokk eftir mér.. ;-)
Ökklinn er búin að vera mjög slæmur síðan á astmaæfingunni og sjúkraþjálfarinn búin að taka vel á honum og líka bakdraslinu. Hún teipaði ökklann mjög vel í tímanum í dag þannig að ég vona að þetta gangi upp á morgun. Er búin að vera eins og hölt hæna. Algjör aumingi eitthvað... buhuhuhuuu... smá væl að hætti Moi sjálfrar;-)
Svo strax eftir fjallgönguna er eitt stykki 5 ára barnaafmæli og seinna um daginn er ég að fara í mat til Ellunnar minnar sem ég vann með á Hjartó 14-E og ætlum að horfa á Eurovision-ið og hafa það kósý. Það verður sweet:-)
Jæja, best að fara að smyrja nesti og pakka inn afmælisgjöf og reyna að fara að lúlla einu sinni á nokkurn veginn á kristilegum tíma, miðað við sjálfa mig;o) Wish me luck með fjallgönguna, hope for the best!
Knús, Moi sjálf
Jamm og jæja, það var semsagt þolæfing á fimmtudaginn í astmaprógramminu. Ég var ekki viss hvort ég ætti að taka þátt út af því að ég var að stíga úr þessu flensuveseni í mér. En ég varð náttúrulega að fara því ég missti af fjallgöngunni á laugardaginn síðasta og ég var með geðveikt samviskubit út af því þótt ég hefði aldrei komist, hefði dáið úr mæði eftir 5 sekúndur sirka. Æfingin gekk svona lala en var alveg ágæt í heildina held ég.
Þolið er greinilega lítið sem ekkert eftir þessi veikindi. Það var þvílíkt átak að labba frá bílastæðinu og inn í Laugar, var móð og másandi, vá hvað það er þvílíkt lélegt! Fór í fyrsta sinn á bretti síðan í september og var góður prófsteinn á ökklavesenið sem er svo skrýtið að ég finn alltaf einhver óþægindi í. Bara skil það ekki. Ég er allt í lagi inn á milli en ef ég sný aðeins fætinum finn ég alltaf eitthvað fyrir óþægindum. Sjúkraþjálfarinn bara skilur þetta ekki, eiginlega alveg lost. Ég er farin að hallast að því að þetta sé bara einhver móðursýki í sjálfri mér... hmm.. Allavega, ég mátti ekki reyna neitt mikið á mér út af bæði ökklanum og svo flensustússinu. Var á hraða 5.0 og labbaði í 10 mínútur, alveg heilar sko og ég var þvílíkt haltrandi eftir það og þvílíkt illt, svo skánaði það og var skárri á laugardaginn og haltraði ekki eins hrikalega mikið. Var svo fegin þegar Fríða Rún bað mig um að skipta við eina í hópnum sem var á skíðavélinni, þannig að ég fór á skíðavélina og það var skárri þótt ég fyndi aðeins til. Tók talsvert mikið á í skíðavélinni þótt ég mætti það ekki í rauninni í þetta skiptið út af mínu ömurlega þoli, var talsvert móð og másandi í lokin en það reddaðist eins og allt gerir vonandi á endanum:)
Er að fara á fyrstu vaktina í vinnunni á morgun síðan á miðvikudaginn í síðustu viku, þ.e. 28. janúar! Ég er ALDREI veik fyrir utan smá hálsbólgustúss endrum og eins. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Ég lofaði deildarstjóranum að fá mér flensusprautu næst, það er víst eins gott. Ég fékk mér aldrei sprautu því mér var sagt að ég væri ung og hraust og þyrfti þess ekki og yrði bara veik af sprautunni og svo var lesið yfir mér núna að fá mér sprautu hehehe... ;-) Best að hlýða því, svei mér þá.
Svo er það x3 í sjúkraþjálfun í þessari viku, þá er spurning hvað verður gert við ökklann og svo tekur hún örugglega vel á bakinu, búin að vera hrikalega slæm í því og æfingaprógrammið sem ég er á. Síðan er það fjallganga á laugardaginn og ég læt mig pottþétt ekki vanta þá, það er öruggt, sama hvernig ég verð en ég er allavega orðin fín núna. Það verður farið á Esjuna á Þverfellshorn eða hvað sem það heitir og svo á víst að vera kennsla á útbúnaðinn sem verður notaður á Hnjúkinn í vor; ísaxir, mannbrodda og svoleiðis dótarí. Er ekki búin að fara á Esjuna síðan í september þar sem ég meiddi mig á ökklanum og búin að vera í meiðslaveseni, vona að það gangi upp, 7-9-13, pínu scary fyrir þetta, örlagafjall... vúúúvúú... hehe... ;-) Neyðist til að finna mér betri skó helst fyrir laugardaginn, þó svo ég sé hrikalega nísk þessa dagana.
Ætli það sé ekki best að reyna að komast inn í efnafræðina núna... arg! Það eru næstum 2 vikur búnar og ég hef ekkert náð að einbeita mér. Gat ekkert einbeitt mér þegar ég var veik því ég var bara út úr heiminum og steinlá í rúminu. Ef einhvern efnafræðisnillingur í efnafræði 203 vill hjálpa bollunni, þá væri það vel þegið;-)
Knús, Moi sjálf
